Kolbrún Ósk Ólafsdóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Kolbrún Ósk Ólafsdóttir.

Kolbrún Ósk Ólafsdóttir fæddist 24. ágúst 1977 í Eyjum og lést 14. október 2002.
Foreldrar hennar voru Ólafur Kristinsson frá Dísukoti í Þykkvabæ, Rang., f. 19. nóvember 1958 og kona hans Hafdís Sólveig Sveinbjörnsdóttir frá Reynivöllum, húsfreyja, f. 27. mars 1958, d. 11. október 2000.

Barn Hafdísar og Magnúsar Más Vilhjálmssonar:
1. Vilhjálmur Magnússon markaðsstjóri í Kópavogi, f. 22. október 1975. Sambúðarkona hans Ólöf Ingunn Björnsdóttir. Barn Hafdísar og Ólafs Kristinssonar:
2. Kolbrún Ósk Ólafsdóttir, f. 24. ágúst 1977 í Eyjum, d. 14. október 2002.

Kolbrún var með foreldrum sínum, í Eyjum og í Miðkoti í Þykkvabæ. Foreldrarnir skildu og Kolbrún flutti til Eyja með móður sinni, bjó með henni á Reynivöllum.
Hún varð 8 ára fyrir slysi í sundlauginni í Eyjum og varð síðan vistmaður á Landspítalanum, deild 20 í Kópavogi.
Kolbrún Ósk lést 2002.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.