Jónatan Snorrason (Breiðholti)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Jónatan Snorrason.
Jónatan smíðaði marga rokka sem dreifðust um land allt.
Lausamannsbréf Jónatans, þar sem sýslumaður veitir Jónatan leyfi frá vistarskyldunni með ákveðnum skilyrðum.
Baksíða lausamannsbréfs Jónatans, þar sem hreppstjóri kvittar, að Jónatan eigi sér ársheimili.

Jónatan Snorrason fæddist 6. september 1875 og lést 15. september 1960. Hann bjó í Breiðholti við Vestmannabraut.

Eiginkona hans var Steinunn Brynjólfsdóttir.

Frekari umfjöllun

Jónatan Snorrason í Breiðholti, sjómaður, vélstjóri, rennismiður fæddist 6. september 1875 að Lambalæk í Fljótshlíð og lést 15. september 1960.
Faðir hans var Snorri bóndi í Björnskoti og Skálakoti u. Eyjafjöllum, f. 3. október 1852, d. 9. mars 1935, Jónsson bónda á Lambalæk og Kirkjulækjarkoti í Fljótshlíð, f. 17. október 1827, d. 16. maí 1891, Sveinssonar bónda í Neðridal, Rauðafelli og Eystra-Raufarfelli u. Eyjafjöllum, f. 11. apríl 1801, d. 25. júní 1879, Jónssonar, og konu Sveins Jónssonar, Þórunnar húsfreyju, f. um 1797, d. 5. september 1855, Ólafsdóttur.
Móðir Snorra í Björnskoti og kona Jóns á Lambalæk var Margrét húsfreyja, f. 10. apríl 1810, d. 16. nóvember 1876, Snorradóttir bónda í Miðskála u. Eyjafjöllum, f. 1743, d. 21. júní 1814, Jónssonar, og þriðju konu Snorra í Miðskála, Kristínar húsfreyju, f. 1765, d. 10. október 1846, Þóroddsdóttur.
Móðir Jónatans í Breiðholti og kona Snorra í Björnskoti var Ástríður húsfreyja frá Grjótá í Fljótshlíð, f. 13. desember 1847, d. 18. júlí 1937, Ólafsdóttir bónda þar, f. 12. mars 1811, d. 20. ágúst 1871, Ólafssonar bónda á Valstrýtu og Teigi í Fljótshlíð, f. 1772, Jónssonar, og konu Ólafs, Ástríðar húsfreyju, f. 1772, d. 20. júlí 1834, Halldórsdóttur.
Kona Ólafs Ólafssonar á Grjótá og móðir Ástríðar var Þórunn húsfreyja, f. 8. júní 1807, d. 16. október 1887, Jónsdóttir bónda í Kirkjulækjarkoti í Fljótshlíð, f. 1763, d. 6. mars 1836, Jónssonar, og konu Jóns í Kirkjulækjarkoti Guðbjargar húsfreyju, f. 1770, d. 12. desember 1847, Jónsdóttur.

Börn Snorra og Ástríðar, - í Eyjum voru:
1. Jónatan Snorrason í Breiðholti, rennismiður, vélstjóri.
2. María Snorradóttir húsfreyja í Djúpadal.
3. Þórunn Snorradóttir húsfreyja í Hlíð.

Jónatan var með foreldrum sínum í Björnskoti 1880, var léttadrengur á Sámsstöðum í Fljótshlíð 1890, hjú þar 1901.
Jónatan fluttist til Eyja 1902, bjó á Sveinsstöðum 1906 og 1907, í Hlíð 1908. Steinunn fluttist til Eyja 1909. Þau giftu sig 1910, eignuðust fimm börn, en misstu eitt þeirra 10 ára gamalt. Þau bjuggu í Breiðholti, sem Jónatan byggði ásamt Jóni Guðmundssyni 1908.
Jónatan lést 1960 og Steinunn 1977.

Kona Jónatans, (17. desember 1910), var Steinunn Brynjólfsdóttir húsfreyja, f. 4. maí 1887 á Syðri-Kvíhólma u. Eyjafjöllum, d. 22. júlí 1977.
Börn þeirra:
1. Guðjón Hafsteinn Jónatansson bifreiðastjóri, f. 30. júní 1910, d. 8. mars 1993.
2. Guðrún Briet Jónatansdóttir, f. 19. maí 1913 í Breiðholti, d. 6. júlí 1923.
3. Sveinn Jónatansson vélstjóri, f. 7. júlí 1917, d. 15. mars 1998.
4. Brynjúlfur Jónatansson rafvirkjameistari, f. 23. júní 1924.
5. Sigrún Jónatansdóttir hjúkrunarfræðingur, f. 6. desember 1925 í Breiðholti, d. 12. janúar 1989.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.




Myndir


Heimildir

  • gardur.is