María Snorradóttir (Djúpadal)

From Heimaslóð
Jump to: navigation, search

María Snorradóttir í Djúpadal, húsfreyja fæddist 9. janúar 1877 á Lambalæk í Fljótshlíð og lést 26. apríl 1944.
Faðir hennar var Snorri bóndi í Björnskoti og Skálakoti u. Eyjafjöllum, f. 3. október 1852, d. 9. mars 1935, Jónsson bónda á Lambalæk og Kirkjulækjarkoti í Fljótshlíð, f. 17. október 1827, d. 16. maí 1891, Sveinssonar bónda í Neðridal, Rauðafelli og Eystra-Raufarfelli u. Eyjafjöllum, f. 11. apríl 1801, d. 25. júní 1879, Jónssonar, og konu Sveins Jónssonar, Þórunnar húsfreyju, f. um 1797, d. 5. september 1855, Ólafsdóttur.
Móðir Snorra í Björnskoti og kona Jóns á Lambalæk var Margrét húsfreyja, f. 10. apríl 1810, d. 16. nóvember 1876, Snorradóttir bónda í Miðskála u. Eyjafjöllum, f. 1743, d. 21. júní 1814, Jónssonar, og þriðju konu Snorra í Miðskála, Kristínar húsfreyju, f. 1765, d. 10. október 1846, Þóroddsdóttur.

Móðir Maríu í Djúpadal og kona Snorra í Björnskoti var Ástríður húsfreyja frá Grjótá í Fljótshlíð, f. 13. desember 1847, d. 18. júlí 1937, Ólafsdóttir bónda þar, f. 12. mars 1811, d. 20. ágúst 1871, Ólafssonar bónda á Valstrýtu og Teigi í Fljótshlíð, f. 1772, Jónssonar, og konu Ólafs, Ástríðar húsfreyju, f. 1772, d. 20. júlí 1834, Halldórsdóttur.
Kona Ólafs Ólafssonar á Grjótá og móðir Ástríðar var Þórunn húsfreyja, f. 8. júní 1807, d. 16. október 1887, Jónsdóttir bónda í Kirkjulækjarkoti í Fljótshlíð, f. 1763, d. 6. mars 1836, Jónssonar, og konu Jóns í Kirkjulækjarkoti, Guðbjargar húsfreyju, f. 1770, d. 12. desember 1847, Jónsdóttur.

Börn Snorra og Ástríðar, - í Eyjum voru:
Jónatan Snorrason í Breiðholti, rennismiður, vélstjóri.
María Snorradóttir húsfreyja í Djúpadal.
Þórunn Snorradóttir húsfreyja í Hlíð.

María var tökubarn á Lambalæk 1880, uppeldisdóttir hjá Jóni Sveinssyni frænda sínum og Sigríði Gísladóttur þar 1890, hjú hjá Sveini Jónssyni föðurbróður sínum og Margréti Guðnadóttur á Skíðbakka í Landeyjum 1901, fluttist með þeim að Miðkoti í Fljótshlíð 1903 og var vinnukona hjá þeim. Hún fluttist þaðan til Þórunnar systur sinnar í Hlíð 1911, en þangað hafði Bjarni Árnason flust árið áður.
María og Bjarni voru vinnufólk í Hlíð 1912 og María einnig 1913, 1914 og við húsvitjun 1915, en fæddi Sigríði á Nýlendu í nóvember 1915. Þau bjuggu í Nýlendu í lok árs 1915 og enn 1917. Þau voru leigjendur í Odda 1918 og 1919 og þar fæddist Sigurður í september 1918.
Þau reistu Djúpadal við Vesturveg 15A 1920 og bjuggu þar síðan. Bjarni lést 1943 og María 1944.

I. Sambýlismaður Maríu var Bjarni Árnason frá Gilsbakka í Holtum, verkamaður, bræðslumaður, f. 11. júlí 1880, d. 19. mars 1943.
Börn þeirra:
1. Sigríður Bjarnadóttir, f. 19. nóvember 1915 á Nýlendu, d. þar 5. maí 1917.
2. Sigurður Bjarnason sjómaður, f. 17. september 1918 í Odda, drukknaði af Olgu 7. mars 1941.
3. Kjartan Bjarnason vélvirki, tónlistarmaður, f. 30. apríl 1920, d. 27. júní 2010.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Holtamannabók I – Holtahreppur. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjórn: Ragnar Böðvarsson. Rangárþing ytra, Hellu 2006.
  • Íslendingabók.is.
  • Landeyingabók – Austur-Landeyjar. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjóri: Ragnar Böðvarsson. Austur-Landeyjahreppur, Gunnarshólma 1999.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.