Jón Árnason (Sjólyst)

From Heimaslóð
Jump to: navigation, search

Jón Árnason í Sjólyst og sjávarbóndi í Þorlaugargerði, síðar í Reykjavík, fæddist 28. mars 1829 í Dúðu Fljótshlíð og lést 9. janúar 1892.
Foreldrar hans voru Árni Pálsson bóndi í Dúðu, f. 1794, d. 10. júní 1833, og kona hans Ólöf Jónsdóttir húsfreyja, f. 13. júní 1791, d. 24. janúar 1851.

Jón var með móður sinni og Þóroddi Magnússyni stjúpa sínum á Dúðu í Fljótshlíð 1835, en faðir Jóns hafði látist 1833.
Hann fluttist til Eyja 1852 úr A- Landeyjum að Sjólyst. Þar var hann fyrirvinna hjá Þuríði Oddsdóttur ekkju eftir Þórarinn Hafliðason, sem fórst 6. mars á því ári.
Þau Þuríður giftust í október 1853 og bjuggu í Sjólyst til ársins 1860, er þau komust að Þorlaugargerði.
Þau misstu nýfætt barn 1861.
Fjölskyldan bjó í Þorlaugargerði 2 1870, hann titlaður sjávarbóndi.
Þau fluttust til Reykjavíkur 1873 nema Þórarinn, sem fluttist árið eftir. Þar bjuggu þau í Þórisholti með 3 börn sín 1880, en Oddur Þórarinsson var í Sjóbúð hjá Geir Zoega.
1890 bjuggu þau á Króki þar með börnum sínum Þórarni og Ingigerði. Hjá þeim var einnig Rósa Þórarinsdóttir (f. 11. september 1885), dóttir Þórarins sonar þeirra.
Jón var í Herfylkingunni.
Hann lést 1892.

Kona Jóns, (21. október 1853), var Þuríður Oddsdóttir húsfreyja, f. 12. maí 1829, d. 31. október 1903. Jón var síðari maður hennar.
Börn þeirra hér:
1. Þórarinn Jónsson, f. 30. janúar 1855, d. 29. mars 1937.
2. Ingigerður Jónsdóttir, f. 4. desember 1857, d. 2. mars 1907.
3. Árni Jónsson, f. 27. apríl 1861, d. 10. maí 1861 „af almennri barnaveiki“.
4. Magnús Jónsson sjómaður, f. 13. september 1862, d. 8. október 1936 í Kanada.
Stjúpsonur Jóns, sonur Þuríðar af fyrra hjónabandi var
5. Oddur Þórarinsson, f. 2. febrúar 1852, á lífi í Reykjavík 1880.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.