Þórarinn Jónsson (Sjólyst)

From Heimaslóð
Jump to: navigation, search

Þórarinn Jónsson frá Sjólyst fæddist 30. janúar 1855 og lést 29. mars 1937.
Foreldrar hans voru Jón Árnason í Sjólyst, síðar bóndi í Þorlaugargerði, f. 1828, d. 9. janúar 1892, og og kona hans Þuríður Oddsdóttir húsfreyja, f. 12. maí 1829, d. 31. október 1903.

Systkini Þórarins voru:
1. Ingigerður Jónsdóttir, f. 4. desember 1857, d. 2. mars 1907.
2. Árni Jónsson, f. 27. apríl 1861, d. 10. maí 1861 „af almennri barnaveiki“.
3. Magnús Jónsson sjómaður frá f. 13. september 1862, d. 8. október 1935 Vestanhafs.
Hálfbróðir þeirra, barn Þuríðar af fyrra hjónabandi með Þórarni Hafliðasyni mormónatrúboða var
4. Oddur Þórarinsson, f. 2. febrúar 1852, á lífi í Reykjavík 1880.

Þórarinn var með foreldrum sínum í æsku, vinnumaður í Norðurgarði 1871-1874, en fluttist þá til Reykjavíkur, var verslunarmaður hjá Ziemsen.
Hann var til heimilis hjá foreldrum sínum í Þóroddsholti í Reykjavík 1880, einnig hjá þeim í Króki þar 1890, og þar var einnig Rósa dóttir hans 5 ára.
1901 var hann hjá ekkjunni móður sinni í Króki með Rósu dóttur sína.
1910 bjó hann á Unnarstíg í Reykjavík. Þar voru í heimili hjá honum Rósa dóttir hans og maður hennar Haraldur Sigurðsson.
1920 bjó hann enn með Rósu og Haraldi, en þar var einnig önnur dóttir hans, Lilja Þórarinsdóttir 5 ára.

I. Barnsmóðir Þórarins var Valgerður Guðmundsdóttir vinnukona, f. 1. júní 1859, d. 8. desember 1930.
Barn þeirra var
1. Rósa Þórarinsdóttir, f. 11. september 1885, d. 6. nóvember 1972.

II. Barnsmóðir hans var Helga Markúsdóttir vinnukona í Sölkutótt á Eyrarbakka og víðar, f. 17. desember 1873, d. 16. nóvember 1918.
Barn þeirra var
2. Lilja Þórarinsdóttir húsfreyja, ritari í Reykjavík, f. 4. ágúst 1915, d. 14. september 2006.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.