Jónína Pétursdóttir (Vesturholtum)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Jónína Pétursdóttir húsfreyja í Brekastíg 12, Vesturholtum, fæddist 1. september 1906 og lést 20. mars 1994.
Faðir hennar var Jóhann Pétur sjómaður á Blómsturvöllum á Eyrarbakka 1910, f. 7. maí 1872, d. 6. apríl 1920, Hannesson ókvænts bónda á Efra-Hvoli 1870, f. 2. janúar 1832, Jónssonar bónda þá í Álftagróf í Mýrdal, f. 2. nóvember 1787 á Klömbru u. Eyjafjöllum, d. 30. júlí 1860 á Brekkum í Mýrdal, Árnasonar, og konu Jóns Árnasonar, Ragnhildar húsfreyju, f. 27. nóvember 1793, d. 3. júní 1859, Jónsdóttur.
Móðir Jóhanns Péturs og bústýra, síðar húsfreyja á Efra-Hvoli, var Jóhanna, f. 1832, Ormsdóttir bónda í Hamarshjáleigu í Gaulverjabæjarsókn 1845, f. 1792, Magnússonar, og konu Orms, Ingibjargar húsfreyju frá Vestri-Loftsstöðum í Gaulv., f. 1792, Pétursdóttur.

Kona Jóhanns Péturs og móðir Jónínu húsfreyju Pétursdóttur var Elín, f. 16. júlí 1866, d. 3. ágúst 1960, jarðs. í Eyjum, Vigfúsdóttir bónda í Jaðarkoti í Villingaholtssókn 1870, f. 9. febrúar 1829, d. 11. janúar 1891, Þorvarðarsonar bónda í Jaðarkoti 1835, f. 21. september 1795, d. 18. september 1844, Oddssonar, og konu Þorvarðar, Margrétar húsfreyju, f. 1795, d. 18. janúar 1838, Vigfúsdóttur.
Móðir Elínar Vigfúsdóttur og kona Vigfúsar var Vilborg húsfreyju, f. 16. september 1827, d. 12. mars 1897, Jónsdóttir bónda í Súluholtshjáleigu, f. 1801, d. 24. febrúar 1887, Jónssonar, og konu Jóns í Súluholtshjáleigu, Kristínar húsfreyju, f. 1787, d. 11. mars 1868, Jónsdóttur.

Systur Jónínu í Eyjum voru
1. Elínborg Pétursdóttir húsfreyja á Heiðarbrún, f. 30. september 1903, d. 26. janúar 1993, kona Ísleiks Jónssonar bifreiðarstjóra.
2. Sigríður Guðmunda Pétursdóttir húsfreyja, f. 22. nóvember 1907, d. 10. maí 2000, kona Sigurðar Sveinssonar bifreiðastjóra og kaupmanns frá Sveinsstöðum.

Jónína var með foreldrum sínum á Blómsturvöllum á Eyrarbakka 1910.
Þau Ólafur keyptu húsið að Brekastíg 12, (Vesturholt) 1928.

Maður Jónínu, (24. júlí 1926), var Ólafur Ragnar Jónsson frá Háagarði, sjómaður á Brekastíg 12, (Vesturholtum), f. 11. ágúst 1903, d. 4. nóvember 1979.

1. Elín Ólafsdóttir, f. 21. apríl 1927, d. 23. maí 1990. Maður hennar Guðbjartur Guðmundsson.
2. Helga Ólafsdóttir, f. 12. ágúst 1930, gift Sigmund Jóhannssyni listamanni og uppfinningamanni.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.