Ingimar Pálsson (kennari)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Ingimar Pálsson.

Ingimar Pálsson kennari, tónlistarmaður, verslunarstjóri fæddist 14. mars 1945 á Akureyri.
Foreldrar hans voru Páll Lúthersson klæðskerameistari, trúboði, f. 20. október 1926, d. 25. maí 1981, og kona hans Aðalbjörg Stefanía Ingólfsdóttir húsfreyja, f. 11. nóvember 1924.

Ingimar var í Tónlistarskólanum í Eyjum 1954-1960, stundaði nám í píanóleik hjá Árna Arinbjarnarsyni í Rvk 1960-1962, nam organleik hjá J.E. Goettsche (F. Germani) í Rómaborg 1977-1978.
Hann var einkakennari á Hofsósi 1967-1969, á Eyrarbakka 1970-1972, kennari við Tónlistarskóla Árnessyslu 1972-1973, við Bændaskólann á Hólum 1975-1977, skólastjóri Tónlistarskóla Skagfirðinga 1976-1982, kennari í Jóhannesarborg í S.-Afríku, verslunarstjóri Kaupfélags Vopnfirðinga 1963-1965, gjaldkeri Kaupfélags A.-Skaftfellinga 1965-1969, útibússtjóri Kaupfélags Árnesinga á Eyrarbakka 1969-1972, framkvæmdastjóri Verslunarfélags V.-Skaftfellinga í Vík í Mýrdal 1973-1975.
Ingimar stjórnaði Söngfélaginu Hörpu á Hofsósi 1967-1969 og 1975-1982, stjórnaði Söngfélaginu Raust á Eyrarbakka 1970-1972, var stjórnandi Karlakórsins Heimis í Skagafirði 1977-1979. Hann var dómorganisti við Hóladómkirkju 1975-1982.
Þau Jóhanna giftu sig 1969, eignuðust tvö börn, en skildu.

I. Kona Ingimars, (13. desember 1969, skildu 1975), er Jóhanna Gunnlaugsdóttir verslunarmaður, húsfreyja, f. 24. nóvember 1947. Foreldrar hennar Gunnlaugur Sigurjónsson bifreiðastjóri á Þingeyri við Dýrafjörð, f. 8. desember 1922, d. 6. júlí 2011, og kona hans Ingibjörg Finnbogadóttir húsfreyja, f. 13. júlí 1926, d. 9. janúar 2022.
Börn þeirra:
1. Gunnlaugur Ingi Ingimarsson afgreiðslumaður í Rvk, f. 19. október 1965.
2. Páll Lúther Ingimarsson, f. 15. ágúst 1974.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Kennaratal á Íslandi. Ólafur Þ. Kristjánsson og fleiri. Prentsmiðjan Oddi 1958-1988.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.