Hanna Kristín Brynjólfsdóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Hanna Kristín Brynjólfsdóttir húsfreyja fæddist 21. júní 1929 í Stóru-Mörk u. Eyjafjöllum og lést 17. mars 2023.
Foreldrar hennar voru Brynjólfur Úlfarsson, frá Fljótsdal í Fljótshlíð, bóndi, f. 12. febrúar 1895, d. 6. mars 1979, og Ólafía Guðlaug Guðjónsdóttir, frá Stóru-Mörk, f. 28. september 1902, d. 15. mars 2002.

Þau Benedikt giftu sig 1958, eignuðust sex börn. Þau bjuggu á Bergi við Bárustíg 4.
Benedikt lést 2002 og Hanna 2023.

I. Maður Hönnu Kristínar, (21. júlí 1958), var Benedikt Snorri Sigurbergsson, vélstjóri, vélvirki, f. 25. nóvember 1930, d. 17. ágúst 2002. Foreldrar hans voru Sigurbergur Benediktsson, frá Bakkafirði, verkamaður, f. 7. apríl 1898, d. 28. janúar 1965, og kona hans Þórunn Jónína Elíasdóttir, frá Eskifirði, húsfreyja, f. 12. janúar 1897, d. 20. mars 1987.
Börn þeirra:
1. Fjóla Brynlaug Benediktsdóttir, húsfreyja í Garðabæ, f. 21. júlí 1951 í Eyjum.
2. Freyja Bergþóra Benediktsdóttir, húsfreyja, sjúkraliði á Selfossi, f. 28. júní 1953 í Eyjum.
3. Guðjón Örn Benediktsson, vélstjóri, bifvélavirki, f. 10. september 1954 í Stóru-Mörk.
4. Elías Valur Benediktsson, rafsuðumaður, f. 10. janúar 1958 í Eyjum.
5. Birna Sigurbjörg Benediktsdóttir, húsfreyja á Patreksfirði, f. 8. júní 1960 í Eyjum.
6. Sigurbergur Logi Benediktsson, rafeindavirki á Selfossi, f. 24. október 1965 í Eyjum.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Heimaslóð.
  • Íslendingabók.
  • Prestþjónustubækur.
  • Valdaætt. Niðjatal Valda Ketilssonar bónda á Sauðhúsvöllum undir Eyjafjöllum og k.h. Katrínar Þórðardóttur. Magnea Árnadóttir. Handrit 1992.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.