Benedikt Snorri Sigurbergsson

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Benedikt

Benedikt Snorri Sigurbergsson fæddist 25. nóvember 1930 og lést 17. ágúst 2002.

Kona hans var Hanna Kristín Brynjólfsdóttir. Þau bjuggu á Bergi. Börn þeirra voru:

  1. Fjóla Brynlaug 21. júlí 1951 fædd á Skildingarvegi 8, Vestmanneyjum
  2. Freyja Bergþóra 28. júní 1953 fædd á Bergi, Vestmanneyjum
  3. Guðjón Örn 10. sept 1954 Stóru-Mörk undir Eyjafjöllum
  4. Elías Valur 10. jan 1958 Langeyrarveg 16, Hafnarfirði
  5. Birna Sigurbjörg 8. júní 1960 á Þingvöllum, Vestmanneyjum
  6. Sigurberg Logi 24. okt 1965 fæðingardeild Sólvangs í Hafnarfirði.


Benedikt lauk barnaskóla í Vestmannaeyjum 1943, Iðnskólanum í Vestmanneyjum 1953 og sveinsprófi í vélvirkjun í Vélsmiðju Magna hf. 1954. Hann lauk vélstjóraprófi í Vélskólanum í Reykjavík 1955 og rafmagnsdeild 1956. Hann var næstu árin vélstjóri á ýmsum togurum og bátum, yfirvélstjóri í Hraðfrystistöð Vestmannaeyja um 5 ára skeið, einnig vélstjóri á dýpkunarskipinu Gretti. Hann var 1. vélstjóri á Vigra RE 71 hjá Ögurvík hf. 1975-78 og 1. og 2. vélstjóri á ýmsum skipum Skipadeildar Sambandsins (SÍS) 1979-82. 1. vélstjóri á Ögra RE 72 hjá Ögurvík hf. 1982-91, er hann lauk starfsævi sinni.

Benedikt og Hanna fluttust til Svíþjóðar og bjuggu þar frá 1991-98 en fluttust þá heim aftur og bjuggu í Efstahjalla 17 í Kópavogi.

Myndir



Heimildir

  • Minningargreinar í Morgunblaðinu, 25. ágúst 2002.