Guðrún Jónsdóttir (hjúkrunarfræðingur)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Guðrún Jónsdóttir hjúkrunarfræðingur fæddist 22. desember 1959.
Foreldrar hennar voru Jón Hjaltalín Hannesson vélstjóri, rafvirki, f. 20. júní 1912, d. 26. nóvember 2017, og kona hans Hallfríður Halldóra Brynjólfsdóttir húsfreyja, fiskiðnaðarkona, f. 7. nóvember 1922, d. 2. ágúst 2008.

Börn Halldóru og Jóns:
1. Brynjólfur Jónsson læknir í Svíþjóð, f. 17. september 1955. Kona hans Kristín Anna Siggeirsdóttir.
2. Hannes Rúnar Jónsson tölvunarfræðingur, f. 11. ágúst 1958. Kona hans Beatriz Ramires Martinez
3. Guðrún Jónsdóttir hjúkrunarfræðingur, býr í Reykjavík, f. 22. desember 1959. Maður hennar Eiríkur Ingi Eiríksson.
4. Soffía Guðný Jónsdóttir lögfræðingur, f. 14. júní 1963. Maður hennar Björn L. Bergsson.

Guðrún varð stúdent í M.K. 1980, lauk B.Sc.-prófi í hjúkrunarfræði í H.Í. 1985.
Hún var hjúkrunarfræðingur á handlækningadeild Lsp ágúst 1985 til apríl 1987 (svo 1987).
Þau Eiríkur giftu sig 1987, eignuðust tvö börn.

I. Maður Guðrúnar, (16. maí 1987), er Eiríkur Ingi Eiríksson vélvirki, f. 24. október 1956. Foreldrar hans voru Eiríkur Sigurjónsson sjómaður, f. 11. febrúar 1920, d. 10. mars 1963, og barnsmóðir hans Sigurjóna Margrét Ingimarsdóttir, síðar húsfreyja og verslunarmaður í Reykjavík, f. 26. júlí 1931 á Grýtubakka í Svínárnesi, d. 22. janúar 2005.
Börn þeirra:
1. Margrét Eiríksdóttir, f. 30. janúar 1996.
2. Þórður Eiríksson, f. 30. janúar 1996.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Hjúkrunarfræðingatal I-III. Hjúkrunarfélag Íslands 1969-1992.
  • Íslendingabók.
  • Morgunblaðið 1. febrúar 2005. Minning Margrétar Ingimarsdóttur.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.