Brynjólfur Jónsson (læknir)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Brynjólfur Jónsson.

Brynjólfur Jónsson læknir fæddist 17. september 1955 í Eyjum.
Foreldrar hans voru Jón Hjaltalín Hannesson vélstjóri, rafvirki, f. 20. júní 1912, d. 26. nóvember 2017, og kona hans Hallfríður Halldóra Brynjólfsdóttir húsfreyja, fiskiðnaðarkona, f. 7. nóvember 1922, d. 2. ágúst 2008.

Börn Halldóru og Jóns:
1. Brynjólfur Jónsson læknir í Svíþjóð og á Íslandi, f. 17. september 1955. Kona hans Kristín Anna Siggeirsdóttir.
2. Hannes Rúnar Jónsson tölvunarfræðingur, f. 11. ágúst 1958. Kona hans Beatriz Ramires Martinez
3. Guðrún Jónsdóttir hjúkrunarfræðingur, býr í Reykjavík, f. 22. desember 1959. Maður hennar Eiríkur Ingi Eiríksson.
4. Soffía Guðný Jónsdóttir lögfræðingur, f. 14. júní 1963. Maður hennar Björn L. Bergsson.

Brynjólfur var með foreldrum sínum, á Helgafellsbraut 7.
Hann varð stúdent í M.H. 1975, lauk læknaprófum (varð cand. med.) í H.Í. 27. júní 1981, lauk doktorsnámi í London 1993, varð dr. med. þaðan í júní 1993. lauk sænsku sérfræðiprófi í bæklunarlækningum í maí 1995, fékk almennt lækningaleyfi á Íslandi 6. janúar 1983 og í Svíþjóð 13. júní 1984. Hann fékk sérfræðingsleyfi í bæklunarlækningum á Íslandi 14. desember 1987 og í Svíþjóð 12. apríl 1988.
Á námstímanum var hann aðstoðalæknir á Sjúkrahúsinu á Húsavík, á Reykjalundi, var kandídat á Húsavík, á Landakotsspítala, Landspítalanum, á Borgarspítalanum, aðstoðarlæknir á svæfinga- og gjörgæsludeild á Lsp, aðstoðarlæknir og við sérfræðinám á Sundsvalls sjukhus í Svíþjóð og á Hänosands sjukhus. Hann var sérfræðingur í bæklunarskurðlækningum (jafnframt doktorsnámi) við Malmö Almänna Sjukhus, bæklunardeild, frá október 1987 til febrúar 1992, á handarskurðdeild mars-maí 1992 og á bæklunardeild frá júní 1992 til maí 1994. Hann var sérfræðingur á Borgarspítalanum, slysa- og bæklunardeild júní-nóvember 1994, á Fjórðungssjúkrahúsini á Akureyri, bæklunardeild frá desember 1994 til febrúar 1995 og á Sjúkrahúsi Akraness, handlækningadeild frá júní 1995, rak jafnframt eigin lækningastofu í Reykjavík frá júní 1995.
Brynjólfur var sérfræðingur í afleysingum á Malmö Allmänna Sjukhus, bæklunardeild, í maí 1994, febrúar til maí 1995 og nóvember til desember 1997.
Ritstörf:
Life-Style and Fracture Risk, Lund 1993 (doktorsritgerð). Fjöldi vísindagreina í erlendum fagtímaritum.
Viðurkenning: Heiðursborgari Sjöbo kommun í Svíþjóð 1993.
Þau Kristín Hanna giftu sig 1980, eignuðust þrjú börn.

I. Kona Brynjólfs, (29. mars 1980), er Kristín Hanna Siggeirsdóttir, iðjuþjálfi, húsfreyja, f. 10. júní 1960. Foreldrar henna Siggeir Ólafsson húsasmíðameistari, kennari, f. 4. júní 1916, d. 25. september 1987, og kona hans Fanney Tómasdóttir húsfreyja, starfsmaður, f. 24. september 1930.
Börn þeirra:
1. Siggeir Fannar Brynjólfsson, f. 8. janúar 1980.
2. Jón Hjalti Brynjólfsson, f. 12. janúar 1984.
3. Ragnheiður Dóra Brynjólfsdóttir, f. 2. desember 1985.



Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.