Emilía Geirlaug Ágústa Bjarnasen

From Heimaslóð
Jump to: navigation, search

Emilía Geirlaug Ágústa Bjarnasen fæddist 23. ágúst 1841.
Foreldrar hennar voru Jóhann Bjarnasen verslunarstjóri, f. 9. febrúar 1808, d. 18. júlí 1845, og Sigríður Jónsdóttir Bjarnasen húsfreyja, f. 1816, d. 13. apríl 1842.

Börn Jóhanns og Sigríðar í Eyjum:
1. Jóhann Pétur Benedikt Bjarnasen verslunarstjóri, f. 15. nóvember 1834, d. 1. maí 1869.
2. Sigurður Gísli Gunnar Bjarnasen verslunarstjóri, f. 30. maí 1837, fór síðar til Danmerkur.
3. Jóhanna Sigríður Margrét Bjarnasen, f. 22. júní 1839, d. 4. apríl 1910 í Vesturheimi.
4. Emilía Geirlaug Ágústa Bjarnasen, f. 23. ágúst 1841. Hún fluttist með fósturforeldrum sínum til Kaupmannahafnar 1860, þá 19 ára.

Ágústa missti móður sína á 1. árinu. Hún var í fyrstu með föður sínum og síðan honum og Jóhönnu Abel móðursystur sinni og síðan um skeið með Guðfinnu Austmann, en þær voru bústýrur Jóhanns.
Jóhann lést 1845, 37 ára. Börnin voru þá á aldrinum 4-11 ára.
Ágústa fór í fóstur til Jóhönnu Abel móðursystur sinnar í Godthaab.
Hún fór til Kaupmannahafnar 1852, 11 ára, og kom aftur frá Hilleröd með Jens Thomsen Christensen kaupmanni 1854 og var með Jóhönnu frænku sinni.
Jóhanna Abel og fjölskylda ásamt Ágústu fluttist alfarin til Kupmannahafnar 1860.
Ágústa fluttist síðan til Vesturheims og giftist þar.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.