Emerentsíana Ásgeirsdóttir (Tómasarbæ)

From Heimaslóð
Jump to: navigation, search

Emerentsíana Ásgeirsdóttir húsfreyja í Tómasarbæ 1703 fæddist 1643, á lífi 1704.
Emerentsíana var húsfreyja í Tómasarbæ 1703 og skráð einn ábúenda Ofanleitis 1704. Má ætla, að Tómasarbær hafi verið ein af hjáleigum Ofanleitis. Heimilismenn hennar voru 4 árið 1704.

Maður Emerentsíönu var Jón Þorsteinsson bóndi í Tómasarbæ 1703, f. 1645, líklega látinn fyrir samantekt Jarðabókarinnar í maí 1704.
Vinnumaður hjá þeim Jóni 1703 var Dagstyggur Guðmundsson, síðar í Hólshúsi, og vinnukona var Helga Brynjólfsdóttir 18 ára.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns. Hið íslenska fræðafélag í Kaupmannahöfn 1913-1917.
  • Manntal 1703.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.