Bryndís Gísladóttir (verkstjóri)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Bryndís Gísladóttir, húsfreyja, verkstjóri í Eyjum, langferðabílstjóri fæddist 16. febrúar 1973.
Foreldrar hennar Gísli Halldór Jónasson, skipstjóri, f. 13. september 1933 í Rvk, d. 30. júlí 2016, og kona hans Viktoría Karlsdóttir frá Ingólfshvoli, húsfreyja, f. 6. nóvember 1939, d. 31. október 2020.

Börn þeirra:
1. Jónas Ragnar Gíslason sölumaður í Mexíkó, f. 5. nóvember 1957. Kona hans Erika Ruiz.
2. Stella Gísladóttir, húsfreyja, bjó í Danmörku, nú í Eyjum, f. 23. október 1960. Fyrrum maður hennar Filip Heimburger.
3. Guðmundur Gíslason vélvirki, stöðvarstjóri í Eyjum, f. 15. febrúar 1963. Kona hans Guðný Jensdóttir.
4. Viktoría Gísladóttir húsfreyja í Kópavogi, f. 5. maí 1965. Fyrrum maður hennar Jens Jóhann Bogason.
5. Fanney Gísladóttir húsfreyja, snyrtifræðingur á Spáni, f. 8. nóvember 1966. Fyrrum maður hennar Guðni Ingvar Guðnason. Sambúðarmaður hennar Oddur Magnús Oddsson.
6. Bryndís Gísladóttir, með diploma í hótel- og veitingarekstri, húsfreyja, verkstjóri í Eyjum, langferðabílstjóri, f. 16. febrúar 1973. Fyrrum sambúðarmaður hennar Halldór Jón Sævarsson.

Bryndís er með diploma í hótel- og veitingarekstri.
Hún hefur m.a. verið verkstjóri, ekið langferðabíla.
Þau Halldór Jón hófu sambúð, eignuðust eitt barn. Þau skildu.

I. Sambúðarmaður Bryndísar, skildu, er Halldór Jón Sævarsson, vélstjóri, f. 17. júní 1971 í Eyjum.
Barn þeirra:
1. Sævar Vilberg Halldórsson, húsasmiður, f. 27. ágúst 1991.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.