Bragi Salómonsson

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Bragi Salómonsson.

Gunnar Bragi Salómonsson frá Landlyst, yfirverkstjóri fæddist þar 28. desember 1924 og lést 11. ágúst 2006.
Foreldrar hans voru Salómon Bárðarson frá Norður-Móeiðarhvoli í Oddasókn í Rang., f. 7. maí 1889, d. 8. febrúar 1966, og kona hans Þorvaldína Elín Þorleifsdóttir frá Miðhúsum í Hvolhreppi, húsfreyja, f. 17. apríl 1895, d. 10. október 1981.

Systir Braga var
1. Kristín Salómonsdóttir húsfreyja, f. 28. október 1915, d. 6. mars 1999.

Bragi var með foreldrum sínum í æsku, í Landlyst og á Miðhúsum í Hvolhreppi.
Hann vann ýmis störf, sótti m.a. vertíðir í Eyjum og Sandgerði, flutti til Rvk 1946 til að aðstoða Kristínu systur sína, þegar hún missti fyrri mann sinn, kynntist þá móður Guðmundar í Víði og réðst í vinnu hjá honum, varð smiður og yfirverkstjóri í trésmiðju hans.
Þau Pálína urðu mjög virk í starfi félags eldri borgara og gegndi Bragi um skeið starfi gjaldkera í félagi þeirra.
Þau Pálína giftu sig 1949, eignuðust fjögur börn. Þau bjuggu í Reynihvammi í Kópavogi frá 1954.
Bragi lést 2006 og Pálína 2019.

I. Kona Braga, (7. maí 1949), var Pálína Pálsdóttir frá Eyrarbakka, húsfreyja, f. 15. september 1927, d. 28. desember 2019. Foreldrar hennar voru Páll Stefán Guðmundsson, sjómaður, vélstjóri, f. 26. september 1895, drukknaði 5. apríl 1927, og Guðbjörg Elín Þórðardóttir, húsfreyja, f. 4. desember 1896, d. 25. nóvember 1983.
Börn þeirra:
1. Sólrún Bragadóttir, f. 26. júní 1950. Maður hennar Sigurður Friðriksson.
2. Árni Bragason, f. 15. júlí 1953. Kona hans Anna Vilborg Einarsdóttir.
3. Guðbjörg Bragadóttir, f. 1. desember 1954. Barnsfaðir hennar Eysteinn Sigurðsson. Maður hennar Kristján Guðmundsson.
4. Þorvaldur Bragason, f. 25. maí 1965. Kona hans Narelle Jenifer.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.