Blátindur

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Einnig er til samnefnt hús sem heitir eftir fjallinu sem lýst er í þessari grein. Sjá Blátindur.


Blátindur í skjálftanum árið 2000.

Blátindur er næsthæsti tindur Vestmannaeyja, á eftir Heimakletti. Hann stendur í 273 metra hæð yfir sjávarmáli ofan á Dalfjalli, og gnæfir því yfir Herjólfsdal, með tvær stórar gjótur hvorum megin við sig — Stafsnesið að norðan og Kaplagjótu að sunnan. Í Suðurlandsskjálftanum 17. júní 2000 hrundi mikið úr tindinum og trintunum allt í kring. Fjölmenn hátíðahöld í tilefni dagsins stóðu sem hæst í Dalnum er skjálftinn hófst. Minnugir eldgoss og fleiri hamfara, vissu hátíðargestir ekki hvaðan á þá stóð veðrið. Mikil skriðuföll og hávaði riðu yfir Dalinn, fólk hljóp í allar áttir, skelfingu lostið en engin alvarleg slys urðu á fólki í hamförunum. Á toppi tindsins var grjótvarða með fánastöng, en þaðan er strengt skraut á Þjóðhátíð þvert yfir dalinn yfir á Molda. Varðan, ásamt fánastönginni hrundi í Suðurlandsskjálftunum en stöngin hefur verið endurreist síðan.