Bergþóra Jónsdóttir (eldri) (Mandal)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Bergþóra Jónsdóttir eldri frá Mandal, húsfreyja, fæddist 28. september 1945.
Foreldrar hennar voru Jón Ingimundarson Stefánsson sjómaður, formaður, f. 12. maí 1904, d. 6. júní 1969, og kona hans Bergþóra Jóhannsdóttir húsfreyja, f. 23. nóvember 1906, d. 13. apríl 1983.

Börn Bergþóru og Jóns:
1. Sigríður, f. 23. október 1938, d. 11. júlí 1947.
2. Sigurjón, f. 3. ágúst 1940, d. 15. janúar 1973.
3. Jónína, f. 2. febrúar 1943.
4. Bergþóra, f. 28. september 1945.
Fyrr átti Bergþóra soninn
5. Jón Ingólfsson, f. 23. september 1934, d. 24. febrúar 2000. Faðir hans var Ingólfur Guðmundsson frá Ferjubakka í Borgarfirði, f. 21. júní 1899, d. 8. janúar 1985.

Bergþóra var með foreldrum sínum í æsku.
Hún var fiskverkakona og hefur unnið í Hraunbúðum.
Hún eignaðist barn með Geir 1965.
Þau Sigurður giftu sig 1967, eignuðust þrjú börn. Þau bjuggu í Mandal. Þau skildu.
Þau Guðmundur giftu sig, eiga ekki börn saman. Þau búa við Foldahraun.

I. Barnsfaðir Bergþóru er Geir Friðbjörnsson verkamaður, f. 3. apríl 1943.
Barn þeirra:
1. Svandís Geirsdóttir frá Mandal við Njarðarstíg 18, húsfreyja, fiskiðnaðarkona, vann við netafellingar, f. 2. desember 1965. Maður hennar Eyþór Harðarson frá Sólhlíð 8, rafmagnstæknifræðingur, útgerðarstjóri, f. 11. júní 1963.

II. Maður Bergþóru , (14. október 1967, skildu), er Sigurður Einir Kristinsson frá Eyrarbakka, sjómaður, skipstjóri, f. 30. september 1939.
Börn þeirra:
1. Jón Berg Sigurðsson sjómaður, f. 20. júní 1967. Fyrrum kona hans Anna Einarsdóttir. Kona hans Brynja Guðríður Hjaltadóttir úr Landeyjum.
2. Guðrún Kristín Sigurðardóttir húsfreyja, f. 20. júní 1970. Maður hennar Sigurður Þór Símnonarson frá Vík í Mýrdal, sjómaður.
3. Þóra Sigríður Sigurðardóttir kennari, f. 2. nóvember 1979, ógift, barnlaus.
Dóttir Bergþóru og Geirs Friðbjarnarsonar og fósturbarn Sigurðar er
4. Svandís Geirsdóttir vinnur við fiskiðnað, f. 2. desember 1965. Maður hennar Ingi Grétarsson úr Reykjavík.

III. Maður Bergþóru er Guðmundur Pálsson frá Héðinshöfða, sjómaður, útgerðarmaður, f. þar 3. janúar 1943.
Þau eru barnlaus.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.