Þuríður Björnsdóttir (Steinsstöðum)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Þuríður Björnsdóttir frá Steinsstöðum fæddist 13. desember 1813 í Þorlaugargerði og lést 16. október 1837.
Foreldrar hennar voru Björn Björnsson bóndi þar, f. 16. mars 1789, d. 20. júní 1821 og barnsmóðir hans Anna Bjarnadóttir, f. 22. maí 1787.
Þuríður var með föður sínum á Steinsstöðum 1816, 13 ára tökustúlka á Ofanleiti 1826. Hún var „sveitarbarn“ í 1821, 1822 og 1823, tökustúlka í Stakkagerði 1827 og 1830, „léttakind‟ þar 1831, 22 ára vinnukona í Garðinum Kornhól 1835 og þar var Helgi Jónsson 28 ára vinnumaður.

I. Barnsfaðir hennar var Niels Stephan Ringsted í Kornhól. Hann neitaði.
Barnið var
1. Stefán Þuríðarson, f. 21. ágúst 1833, d. 29. ágúst 1833 úr ginklofa.

II. Maður hennar, (5. september 1835), var Helgi Jónsson vinnumaður í Kornhól 1835, síðar bóndi þar kvæntur Sigríði Bjarnadóttur frá Miðhúsum.
Börn þeirra hér:
1. Jón Helgason, f. 19. október 1834, d. 30. október 1834 úr ginklofa.
2. Helga Helgadóttir, f. 12. apríl 1836, d. 29. desember 1914. Hún var alin upp hjá föður sínum og Sigríði síðari konu hans eftir dauða móður sinnar 1837.
3. Jón Helgason, f. 25. ágúst 1837, d. 3. september 1837 úr ginklofa.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.