Þorvaldur Ingólfsson

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Þorvaldur Ingólfsson frá Akureyri, sjómaður og verkamaður á Hásteinsvegi 60 fæddist 15. maí 1935 á Akureyri og lést 10. janúar 2016.
Foreldrar hans voru Hjörtur Ingólfur Þorvaldsson bifreiðastjóri, síðar á Austurvegi 22, f. 17. janúar 1910, d. 23. nóvember 1982, og kona hans Hanna Kristín Hallgrímsdóttir húsfreyja, f. 12. febrúar 1914, d. 13. júlí 1974.

Þorvaldur ólst upp á Akureyri. Hann fluttist til Eyja um tvítugt, stundaði sjómennsku og fiskvinnslu, en var síðar starfsmaður Ísals í Straumsvík.
Þau Dóra giftu sig 1956, bjuggu á Brimhólabraut 23 1960, síðan á Hásteinsvegi 52, uns þau fluttu að Hásteinsvegi 60, ,,Blokkinni“ og bjuggu þar til Goss.
Þau fluttust þá til Reykjavíkur og bjuggu þar síðan.
Þorvaldur lést 2016. Dóra býr nú í Garðabæ.

Kona Þorvaldar, (21. desember 1956), var Dóra Steindórsdóttir húsfreyja, sjúkrahússstarfsmaður, dagmóðir frá Hlíðardal, f. 28. nóvember 1934.
Börn þeirra:
1. Steinunn Jóhanna Þorvaldsdóttir húsfreyja, f. 12. desember 1954. Maður hennar er Hafliði Kristinsson, f. 11. maí 1956.
2. Inga Hrönn Þorvaldsdóttir húsfreyja, f. 1960. Maður hennar er Jóhannes Ingimarsson, f. 23. maí 1958.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.