Þórlindur Kjartansson

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Þórlindur Kjartansson frá Hólagötu 42, hagfræðingur, blaðamaður, ráðgjafi, stjórnmálamaður, fyrrum aðstoðarmaður ráðherra fæddist 7. júlí 1976.
Foreldrar hans Kjartan Örn Sigurbjörnsson prestur í Eyjum, síðar sjúkrahússprestur, f. 23. október 1948, og kona hans Katrín Guðbjörg Þórlindsdóttir húsfreyja, hjúkrunarfræðingur f. 22. september 1947.

Börn Katrínar og Kjartans:
1. Þórlindur Kjartansson ráðgjafi, aðstoðarmaður ráðherra, f. 7. júlí 1976. Kona hans Ingunn Hafdís Hauksdóttir.
2. Guðrún Birna Kjartansdóttir náms- og starfsráðgjafi, f. 17. mars 1978, d. 29. júlí 2017. Maður hennar Guðmundur Freyr Sveinsson.

Þórlindur varð stúdent í MR, lauk B.A.-námi í hagfræði í HÍ og ML-námi í HR.
Hann var blaðamaður á Fréttablaðinu 2003-2005, deildarstjóri erlendrar markaðssetningar í markaðsdeild Landsbanka Íslands 2005-2008, var rekstrarstjóri Meniga 2012, var sjálfstætt starfandi ráðgjafi, um skeið aðstoðarmaður ráðherra.
Hann var einn af leiðtogum stúdentafélagsins Vöku, en hann var varaformaður félagsins 1998-1999, formaður 1999-2000, oddviti Vöku í SHÍ 2000-2001 og stýrði kosningabaráttu félagsins það vor. Þórlindur var kjörinn formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna 2007. Hann var í 5. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður í Alþingiskosningunum 2009.
Árin 2003-2006 var hann ritstjóri vefritsins Deiglunnar. Hann hefur verið pistlahöfundur þar frá árinu 2000 og skrifað um 200 pistla.
Þau Ingunn Hafdís giftu sig, eignuðust tvö börn.

I. Kona Þórlinds er Ingunn Hafdís Hauksdóttir, endurskoðandi, f. 1. febrúar 1976. Foreldrar hennar Haukur Guðmann Gunnarsson, endurskoðandi, f. 26. desember 1952, d. 19. janúar 2021, og Elín Jóhanna Guðrún Hafsteinsdóttir, hjúkrunarfræðingur, hagfræðingur, f. 11. október 1957.
Börn þeirra:
1. Anton Haukur Þórlindsson, f. 22. júní 2008.
2. Elín Katrín Þórlindsdóttir, f. 9. ágúst 2012.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.