Þórdís Magnúsdóttir (Vilborgarstöðum)

From Heimaslóð
Jump to: navigation, search

Þórdís Magnúsdóttir húsfreyja á Vilborgarstöðum og Gjábakka, síðan á Borgareyrum u. Eyjafjöllum, skírð 21. ágúst 1800 og lést 29. nóvember 1855.
Foreldrar hennar voru Magnús Jónsson bóndi á Vilborgarstöðum, f. 1771, d. 2. ágúst 1846, og kona hans Herborg Helgadóttir húsfreyja, f. 1762, d. 18. nóvember 1828.

Þórdís var eina barn foreldra sinna, sem talið var með þeim 1816. Hún varð húsfreyja á Vilborgarstöðum og síðan á Gjábakka. Þau Guðmundur fluttust undir Eyjafjöll 1828 og bjuggu þar á Borgareyrum meðan Guðmundur lifði, en síðan bjó Þórdís þar með síðari manni sínum Erlendi Höskuldssyni meðan hann lifði, til ársins 1851, en ein var hún síðan bóndi þar til ársins 1853.
Þórdís lést 1855.

Þórdís var tvígift:
I. Fyrri maður hennar, (15. janúar 1819), var Guðmundur Kortsson bóndi, f. 10. ágúst 1792 í Árbæ í Holtum, d. 27. febrúar 1837 á Borgareyrum u. Eyjafjöllum.
Börn þeirra hér nefnd:
1. Sveinn Guðmundsson, f. 10. desember 1818, d. 20. desember 1818 úr „barnaveiki“ (merkir hér ginklofi - Kirkjub.sókn).
2. Guðmundur Guðmundsson, f. 16. nóvember 1819, d. 27. nóvember 1819 úr „barnaveiki“ (merkir hér ginklofi - Kirkjub.sókn).
3. Guðmundur Guðmundsson, f. 8. október 1820, d. 15. október 1820 úr „barnaveiki“ (merkir hér ginklofi - Kirkjub.sókn).
4. Jón Guðmundsson, f. 10. mars 1823, d. 16. mars 1823 úr „barnaveiki“ (merkir hér ginklofi - Kirkjub.sókn).
5. Þorsteinn Guðmundsson tómthúsmaður í Fagurlyst, f. 11. apríl 1824, drukknaði í Höfninni 14. maí 1857. Hann var kvæntur Hólmfríði Guðmundsdóttur húsfreyju í Fagurlyst.
6. Guðríður Guðmundsdóttir húsfreyja í Grímshjalli konu Hannesar Gíslasonar tómthúsmanns. Þau voru m.a. foreldrar Andríu móður Jóns Hjámarssonar í Sætúni og þeirra systkina.
7. Magnús Guðmundsson, f. 29. október 1826, d. 3. nóvember 1826 úr ginklofa - (Ofanl.sókn).
8. Herborg Guðmundsdóttir, f. 2. janúar 1828, d. 15. janúar 1828 „af Barnaveiki“.
9. Þorgerður Guðmundsdóttir, f. 24. apríl 1836, d. 2. maí 1836.

II. Síðari maður Þórdísar var Erlendur Höskuldsson bóndi á Borgareyrum, f. 7. mars 1805, d. 10. júní 1851.
Börn Þórdísar og Erlendar hér nefnd:
10. Guðmundur Erlendsson lóðs í London, f. 27. júní 1839, d. 20. júní 1875. Kona hans var Una Guðmundsdóttir húsfreyja.
11. Guðrún Erlendsdóttir húsfreyja á Vesturhúsum, f. 1. febrúar 1841, d. 14. júní 1921. Maður hennar var Guðmundur Þórarinsson útvegsbóndi á Vesturhúsum.
Börn Guðrúnar og Guðmundar voru
a. Guðleif húsfreyja í Holti, kona Vigfúsar Jónssonar formanns í Holti.
b. Magnús útvegsbóndi og formaður á Vesturhúsum, kvæntur Jórunni Hannesdóttur.
c. Halla húsfreyja í Norðurbænum á Kirkjubæ, gift Guðjóni Eyjólfssyni bónda.
d. Þórdís húsfreyja á Sælundi, gift Jóel Eyjólfssyni útvegsbónda.
Tvö fósturbörn þeirra:
e. Guðmundur Jóelsson.
f. Oddrós Anna Sigríður Oddsdóttir.
12. Þorgerður Erlendsdóttir húsfreyja á Fögruvöllum, f. 24. október 1842, d. 6. janúar 1936, kona Sigurðar Vigfússonar, (Sigga Fúsasonar).
Þau fóstruð Þorgeir Jóelsson á Sælundi.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Heimaslóð.is.
  • Holtamannabók I – Holtahreppur. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjórn: Ragnar Böðvarsson. Rangárþing ytra, Hellu 2006.
  • Landeyingabók – Austur-Landeyjar. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjóri: Ragnar Böðvarsson. Austur-Landeyjahreppur, Gunnarshólma 1999.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.