Þórarinn Ásmundsson (Nýjabæ)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Björn Þórarinn Ásmundsson skipstjóri og vélgæslumaður á Þórshamri á Höfn í Hornafirði fæddist 6. janúar 1918 í Nýjabæ og lést 3. júní 2000.
Foreldrar hans voru Ásmundur Ásmundsson skipstjóri á Höfn, f. 1. mars 1889, d. 29. mars 1966, og kona hans Jóhanna Sigríður Björnsdóttir húsfreyja, f. 16. september 1893, d. 14. september 1977.

Björn Þórarinn fluttist með foreldrum sínum frá Eyjum til Fáskrúðsfjarðar 1920, tveggja ára. Hann ólst þar upp og síðan á Höfn, þar sem hann starfaði.
Hann var sjómaður, skipstjóri, en lengst vélstjóri. Síðan vann hann að vélgæslu hjá Kaupfélagi Skaftfellinga.
Björn Þórarinn lést 2000.

Kona Björns Þórarins, (23. nóvember 1942), var Vilhelmína Sigríður Bjarnadóttir Vilhelmssonar í Neskaupstað, f. 6. júlí 1921, d. 20. desember 2014.
Börn þeirra hér:
1. Hulda Valdís Þórarinsdóttir, f. 2. júní 1942. Maður hennar var Hreinn Hermannsson, d. 14. nóvember 1999.
2. Guðrún Jóhanna Þórarinsdóttir, f. 1. júlí 1943. Maður hennar er Birgir Björnsson.
3. Ásbjörn Þórarinsson, f. 16. janúar 1945. Kona hans er Vigdís Vigfúsdóttir.
4. Elma Stefanía Þórarinsdóttir, f. 1. júlí 1947. Maður hennar er Hafsteinn Esjar Stefánsson.
5. Stúlka óskírð, f. 1. júlí 1948, d. 1. júlí 1948.
6. Olga Þórarinsdóttir, f. 21. maí 1953. Maður hennar er Jón Skeggi Ragnarsson.
7. Birna Þórarinsdóttir, f. 21. maí 1953. Maður hennar er Guðmundur Hjaltason.
8. Sigurborg Þórarinsdóttir, f. 3. október 1958. Maður hennar var Þorvaldur Gíslason, d. 22. febrúar 1992. .


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.