Ásmundur Ásmundsson (Brimnesgerði)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Ásmundur Ásmundsson.

Ásmundur Ásmundsson frá Brimnesgerði í Fáskrúðsfirði, skipstjóri fæddist 27. mars 1887 og lést 29. mars 1966.
Foreldrar hans voru Ásmundur Finnbogason, f. 19. október 1867, d. 30. október 1910, og Ingigerður Elín Björg Sveinsdóttir, f. 9. apríl 1866, d. 6. júlí 1902.

Ásmundur var tökubarn í Brimnesgerði í Fáskrúðsfirði 1890, fósturbarn þar 1901. Hann bjó á Fáskrúðsfirði 1910, en var staddur í Draumbæ í Eyjum. Ásmundur var bátsformaður á Höfn í Hornafirði 1930, bjó þar síðar.
Þau Jóhanna Sigríður giftu sig 1916, eignuðust tvö börn, en síðara barnið fæddist andvana. Þau fluttust til Fáskrúðsfjarðar 1920 með Björn Þórarinn tveggja ára.

I. Kona Ásmundar, (18. maí 1916), var Jóhanna Sigríður Björnsdóttir frá Nýjabæ, húsfreyja, f. 16. september 1893, d. 14. september 1977.
Börn þeirra:
1. Björn Þórarinn Ásmundsson skipstjóri, vélgæslumaður á Höfn, f. 7. janúar 1918 í Nýjabæ, d. 3. júní 2000.
2. Andvana drengur, f. 27. apríl 1930.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.