Ólafur Gíslason (Ottahúsi)

From Heimaslóð
Jump to: navigation, search

Ólafur Gíslason sjómaður fæddist 13. nóvember 1803 og lést 4. júní 1855.
Foreldrar hans voru Gísli Jónsson bóndi í Hallgeirsey og Kanastöðum í A-Landeyjum, f. 1769 í Hallgeirseyjarhjáleigu, d. 19. júlí 1846 í Hallgeirsey, og fyrri kona hans Margrét Jónsdóttir húsfreyja, skírð 12. nóvember 1775, d. 13. september 1859 í Hallgeirsey.

Systkini hans í Eyjum voru
1. Jón Gíslason bóndi í Stakkagerði, skírður 11. mars 1797, d. 23. desember 1865.
2. Guðfinna Gísladóttir húsfreyja í Syðstu-Mörk, síðar í dvöl í Juliushaab hjá Gísla Engilbertssyni syni sínum, f. 15. ágúst 1807, d. 11. nóvember 1894.

Ólafur var kominn til Eyja 1831 og var þá haustmaður í Stakkagerði, einnig 1832 og 1834, 1835 var hann fyrirvinna hjá Guðrúnu Hallsdóttur ekkju í Þorlaugargerði, fyrirvinna hjá Helgu Stefánsdóttur ekkju í Stóra-Gerði 1837-1839, fyrirvinna hjá Sigþrúði Jónsdóttur ekkju í Þorlaugargerði. Hann var vinnumaður í Grímshjalli 1840, „sjálfs sín“ í Beykishúsi 1841-1843, í Sæmundarhjalli 1844, sjómaður í Nýjabæjarhjalli 1845 og 1846, vinnumaður hjá Jóni bróður sínum í Stakkagerði 1847-1850, „sjálfs sín“ í Götu 1851, í Stakkagerði 1854
Ólafur var ókvæntur.
Hann lést í Ottahúsi 1855.

I. Barnsmóðir, eftir dauða hans, var skráð Margrét Ólafsdóttir frá Kirkjubæ, f. 9. október 1828, d. 15. júní 1890, ráðskona hjá Kohl sýslumanni. Alþýðuraddir töldu Eggert son Kohls.
1. Eggert Guðmundur Ólafsson í Götu, síðar í Vesturheimi, f. 1. nóvember 1855, d. 2. desember 1918.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.