Ástríður Júlíusdóttir (kennari)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Ástríður Júlíusdóttir kennari fæddist 7. desember 1960.
Foreldrar hennar voru Júlíus Gunnar Þorgeirsson frá Flatey á Breiðafirði, vélstjóri, f. 8. mars 1925, d. 8. apríl 2021, og kona hans Svandís Nanna Pétursdóttir frá Rauðseyjum á Breiðafirði, húsfreyja, f. 10. desember 1925, d. 13. mars 2013.

Ástríður lauk kennaraprófi 1984, sótti námskeið í mynd- og handmennt í K.H.Í. 1986.
Hún hefur verið kennari í Hamarsskólanum í Eyjum frá 1984, aðstoðarskólastjóri 1989-1997, kennari síðan.
Þau Magnús giftu sig 1985, eignuðust þrjú börn. Þau bjuggu við Foldahraun 4, búa nú við Áshamar 8.

I. Maður Ástríðar, (17. ágúst 1985), er Magnús Jónasson frá Þórshöfn á Langanesi, skipstjóri, f. 29. apríl 1958.
Börn þeirra:
1. Júlíus Guðjón Magnússon, f. 6. apríl 1987.
2. Elísabet Bára Magnúsdóttir, f. 1. mars 1994. Maður hennar Björn Elvar Steinarsson.
3. Þorfinnur Karl Magnússon véla- og orkutæknifræðingur, f. 2. september 1997. Sambúðarkona hans Freydís Þóra Þorsteinsdóttir.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Ástríður.
  • Íslendingabók.
  • Kennaratal á Íslandi. Ólafur Þ. Kristjánsson og fleiri. Prentsmiðjan Oddi 1958-1988.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.