Ásdís Sigurðardóttir (Staðarhóli)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Ásdís Sigurðardóttir frá Staðarhóli, húsfreyja, skrifstofumaður fæddist 27. janúar 1950 í Lambahaga við Vesturveg 19.
Foreldrar hennar voru Sigurður Magnússon verkamaður, verkstjóri, kennari, f. 13. apríl 1909 í Svartahúsi í Seyðisfirði eystri, d. 24. nóvember 2004, og kona hans Guðrún Jóhanna Magnúsdóttir frá Másseli í Jökulsárhlíð í N.-Múl., húsfreyja, f. 1. mars 1917, d. 16. október 2002.

Börn Jóhönnu og Sigurðar:
1. Þórunn Sigurðardóttir húsfreyja, hjúkrunarfræðingur í Garðabæ, f. 22. janúar 1938. Maður hennar Finnur Jónsson, látinn.
2. Magnús Helgi Sigurðsson bifvélavirki, vélsmíðameistari á Seyðisfirði, f. 29. júní 1947. Fyrrum kona hans Sigríður Stefánsdóttir. Sambúðarkona Inger Helgadóttir.
3. Ásdís Sigurðardóttir húsfreyja, skrifstofumaður í Reykjavík, f. 27. janúar 1950. Fyrrum maður hennar Sveinn Valgeirsson. Maður hennar Guðjón Einar Guðvarðarson, látinn.
4. Ólafur Már Sigurðsson deildarstjóri á Seltjarnarnesi, f. 29. nóvember 1953. Fyrrum kona hans María Ólafsdóttir. Kona hans Sigrún Kristín Ægisdóttir.

Ásdís var með foreldrum sínum í æsku.
Þau Sveinn giftu sig, eignuðust fimm börn. Þau bjuggu á Baugsvegi 5 á Seyðisfirði. Þau skildu.
Þau Guðjón Einar giftu sig, eignuðust ekki börn saman, en hann átti þrjú börn áður.
Guðjón Einar lést 2024.

I. Maður Ásdísar, skildu, er Sveinn Francis Valgeirsson, f. 24. júní 1947. Foreldrar hans Valgeir Guðmundur Sveinsson, f. 6. febrúar 1916, d. 29. september 2001, og Svava Þórarinsdóttir, f. 29. maí 1917, d. 17. júlí 1989.
Börn þeirra:
1. Ægir Örn Sveinsson, f. 6. mars 1968.
2. Valgeir Sveinsson, f. 24. mars 1972.
3. Helgi Freyr Sveinsson, f. 20. júní 1978.
4. Alda Mjöll Sveinsdóttir, f. 21. ágúst 1981.
5. Eva Dögg Sveinsdóttir, f. 21. ágúst 1981.

II. Maður Ásdísar var Guðjón Einar Guðvarðarson bifvélavirkjameistari, f. 19. janúar 1953 í Rvk, d. 16. janúar 2024. Foreldrar hans voru Björgvin Fannberg Einarsson, f. 21. júlí 1931, d. 17. júní 1956, og Jóna Bríet Guðjónsdóttir, f. 5. mars 1933, d. 16. desember 2020.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.