„Yngvi Þorkelsson“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 13: Lína 13:
* [[Þorsteinn Þ. Víglundsson]]. ''[[Blik]], ársrit Vestmannaeyja''. 1965.}}
* [[Þorsteinn Þ. Víglundsson]]. ''[[Blik]], ársrit Vestmannaeyja''. 1965.}}


[[Flokkur:Listamenn]]
[[Flokkur:Listamenn]]
[[Flokkur:Fólk]]

Útgáfa síðunnar 21. júní 2007 kl. 16:52

Yngvi Þorkelsson gat sér gott frægðarorð í Ameríku fyrir mikið starf og listrænt í þágu leiklistarinnar. Yngvi fann sjálfan sig í þeim efnum ef svo mætti segja á leiksviði Leikfélags Vestmannaeyja, Yngvi fæddist í Reykjavík en ólst upp í Vestmannaeyjum, sonur Þorkels Ólafssonar og Jóhönnu Guðmundsdóttur.

Yngvi fór vestur til Seattle á Kyrrahafsströnd vorið 1926 en áður hafði hann dvalist nokkra mánuði í Kanada og meðal annars lagt þar stund á enskunám. Á Kyrrahafsströndinni varði hann öllum tómstundum sínum til náms, en vann annars öll störf sem buðust. Honum var leiklistin ríkust í huga.

Árið 1928 keypti hann sér einkakennslu í framsögu og leiklist. Síðan lá leið hans á amerísk leiksvið. Jafnframt leikstarfinu í amerískum leikhúsum starfaði Yngvi mikið í félagslífi landa sinna þar vestra. Í einu Vesturheimsblaðinu segir um þennan Vestmannaeying: Hann nýtur mikilla vinsælda í stöðu sinni og starfi. Það stafar ekki aðeins af hugkvæmni hans og fjölhæfni í öllu, sem lýtur að leiklist, leiksviðsgerð, leikaragervum og margþættum öðrum undirbúningi leiksýninganna, heldur og ekki síst persónan sjálf, sérstök prúðmennska og jafnvægi í skapgerð. Sjálfur er hann góður leikari.

Yngvi stundaði nám í 4 ár við listaháskólann The Comich School í Seattle sem var þá talinn einna bestur sinnar tegundar í Ameríku. Þaðan útskrifaðist hann í júní 1933 með þann vitnisburð að hann teldist fjölhæfasti nemandi skólans. Hann hlaut hæstu einkunn í leiklist árið 1932 og styrki hlaut hann úr tveimur sjóðum.

Jóhanna, móðir Yngva, var hálfsystir Friðriks Guðmundssonar verkamanns í Batavíu.



Heimildir