Vestmannaeyjaflugvöllur

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 4. júlí 2006 kl. 09:34 eftir Daniel (spjall | framlög) Útgáfa frá 4. júlí 2006 kl. 09:34 eftir Daniel (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit

Framan af tuttugustu öldinni voru flugsamgöngur sama og engar. Fyrsta flug til Eyja sem heppnaðist var árið 1928. Lenti flugvélin, sem var vatnaflugvél, í höfninni. Ekkert gerðist í málunum fyrr en árið 1945, þegar bygging flugvallarins hófst. Jóhann Þ. Jósefsson átti frumkvæðið í flugvallamálum Vestmannaeyinga, enda var hann alþingismaður þeirra. Hann, ásamt reyndum flugmönnum, gerði frumathuganir á skilyrðum á Heimaey til flugvallagerðar. Þeir komust að því að hagstæðast væri að byggja flugvöllinn austan Ofanleitis, þar eð austanátt var ríkjandi vindátt. Verkfræðingar voru sammála staðsetningunni og var tillaga til flugvallargerðar samþykkt á Alþingi 1944-45. Ákveðið var að flugbrautin yrði 800 m löng og 60 m breið.

Varðskipið Ægir kom til Vestmannaeyja 11. nóvember 1945 fullhlaðið af stórvirkum vinnuvélum. Þar voru ýtur, gaddavaltarar, kranar, traktorar, loftpressur og fleira. Það var svo um mitt sumar 1946 að farið er að keyra rauðamöl úr Helgafelli í yfirborð flugvallarins.

TF-KAK

Fyrsta flugvélin lenti á flugbrautinni þann 14. ágúst 1946. Flugbrautin var þá 250 m löng. Flugmenn vory Hjalti Tómasson og Halldór Bach og flugu þeir á tveggja sæta flugvélinni Piper Cub J-3 TF-KAK. Tóku þeir í fyrsta sinn póst frá Eyjum loftleiðis. Daglegt áætlunarflug hófst skömmu síðar, 12. október, á vegum Loftleiða. Loftleiðir voru leiðandi í flugvallarmálunum og þeirra menn áttu drjúgan þátt í allri framkvæmd byggingar hans. Vígsla flugvallarins var 13. nóvember 1946.



Heimildir

  • Ómar Garðarson. Fjölfarnasti flugvölllur landsins á hvern íbúa. Fréttir. 23. árg.
  • Sigurjón Einarsson. Upphaf flugs um Vestmannaeyjaflugvöll fyrir 50 árum. Dagskrá. 32. tbl. 25. árg. 30. ágúst 1996.