Valur Marinósson

From Heimaslóð
Revision as of 10:42, 20 July 2022 by Viglundur (talk | contribs)
(diff) ← Older revision | Latest revision (diff) | Newer revision → (diff)
Jump to navigation Jump to search
Jón Valur Marinósson.

Jón Valur Marinósson rafvélavirkjameistari, verkstæðisrekandi, forstjóri fæddist 11. nóvember 1941 að Ásavegi 5 og lést 1. júní 2022.
Foreldrar hans voru Marinó Jónsson símritari, f. 23. júlí 1906 á Ísafirði, d. 22. júlí 1983 í Reykjavík, og fyrri kona hans Þórunn Jakobína Þorsteinsdóttir húsfreyja, f. 12. febrúar 1906 í Reykjavík, d. 8. júní 1948.

Börn Jakobínu og Marinós:
1. Sigurður Emil Marinósson iðnrekandi, forstjóri, stofnandi Sælgætisgerðarinnar Mónu, f. 21. október 1929 á Hvoli við Urðaveg d. 15. ágúst 2014. Kona hans var Ágústa Kristín Sigurjónsdóttir frá Reykjavík, húsfreyja, f. 1. júní 1929
2. Agnes Marinósdóttir húsfreyja, talsímakona, f. 25. október 1931 á Hvoli við Urðaveg, d. 16. júlí 2010. Maður hennar var Kristinn Hannes Guðbjartsson loftskeytamaður, varðstjóri, f. 4. apríl 1922, d. 29. maí 1993.
3. Jón Valur Marinósson forstjóri, rafvélavirkjameistari, stofnandi og rekandi Bílarafs, f. 11. nóvember 1941 á Ásavegi 5. Kona hans er Sabine Dolores Marth húsfreyja, f. 10. febrúar 1948.
Barn Marinós og síðari konu hans Hjördísar Ólafsdóttur:
4. Valgerður Marinósdóttir húsfreyja, þroskaþjálfi, f. 29. september 1957. Maður hennar er Valdimar G. Guðmundsson byggingafræðingur.

Valur var með foreldrum sínum í æsku, fluttist með þeim til Reykjavíkur 1946.
Hann lærði rafvélavirkjun við Iðnskólann í Reykjavík, lauk sveinsprófi 1963 og varð meistari í iðninni. Hann stofnaði innflutningsfyrirtækið Bílaraf, sem flutti inn rafmagnsvörur í bíla og báta og gasmiðstöðvar í fellihýsi og margt annað. Hann var forstjóri þess í 45 ár.
Þau Sabine giftu sig 1970, eignuðust fimm börn og tóku að sér unga þýska stúlku.
Valur Lést 2022.

I. Kona Vals, (15. ágúst 1970), er Sabine Dolores Marth, ættuð frá Þýskalandi, húsfreyja, sérkennari, f. 10. febrúar 1948. Foreldrar hennar voru Ulrich Vilhjálmur Marth stofnandi Baaderþjónustunnar á Íslandi, hrossaræktandi og hrossakaupmaður á Sandhólaferju í Djúpárhreppi í Holtun, Rang. Kona hans og móðir Sabine var Eleonore Marth, fædd Harnisch.
Börn þeirra:
1. Ragnar Ulrich Valsson viðskiptafræðingur, f. 16. febrúar 1971. Kona hans er Gerður Óttarsdóttir hjúkrunarfræðingur.
2. Margrét Berta Valsdóttir hárgreiðslukona, nemur sálarfræði, f. 17. janúar 1974.
3. Jakobína Agnes Valsdóttir húsfreyja, hrossaræktandi á Sandhólaferju í Djúpárhreppi, framkvæmdastjóri, f. 25. febrúar 1978. Maður hennar er Guðmar Albertsson dýralæknir og hrossaræktandi.
4. Jón Valur Valsson véla- og orkutæknifræðingur, starfar hjá Baaderþjónustunni, f. 19. nóvember 1980. Kona hans er Eyrún Ösp Eyþórsdóttir rekstrarverkfræðingur.
5. Marinó Már Valsson öryrki, f. 22. apríl 1988.
Fósturdóttir hjónanna er
6. Monika Ósk Valsdóttir, f. 17. júlí 1977 í Anklam í A-Þýskalandi. Hún kom til þeirra 16 ára til barnagæslu ofl. og varð fósturdóttir þeirra. Maður hennar Doug Pascover.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Holtamannabók III – Djúpárhreppur. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjórn: Ragnar Böðvarsson. Rangárþing ytra 2010.
  • Jón Valur Marinósson.
  • Prestþjónustubækur.
  • Rafvirkjatal. Ritstjóri: Þorsteinn Jónsson, Gunnar Guðmundsson og fleiri. Þjóðsaga hf. 1995.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.