Agnes Marinósdóttir
Agnes Marinósdóttir húsfreyja, talsímakona fæddist 25. október 1931 á Hvoli við Urðaveg og lést 16. júlí 2010.
Foreldrar hennar voru Marinó Jónsson símritari, f. 23. júlí 1906 á Ísafirði, d. 22. júlí 1983 í Reykjavík, og fyrri kona hans Þórunn Jakobína Þorsteinsdóttir húsfreyja, f. 12. febrúar 1906 í Reykjavík, d. 8. júní 1948.
Börn Jakobínu og Marinós:
1. Sigurður Emil Marinósson iðnrekandi, forstjóri, stofnandi Sælgætisgerðarinnar Mónu, f. 21. október 1929 á Hvoli við Urðaveg, d. 15. ágúst 2014. Kona hans var Ágústa Kristín Sigurjónsdóttir frá Reykjavík, húsfreyja, f. 1. júní 1929.
2. Agnes Marinósdóttir húsfreyja, talsímakona, f. 25. október 1931 á Hvoli við Urðaveg, d. 16. júlí 2010. Maður hennar var Kristinn Hannes Guðbjartsson loftskeytamaður, varðstjóri, f. 4. apríl 1922, d. 29. maí 1993.
3. Jón Valur Marinósson rafvélavirkjameistari, forstjóri, stofnandi og rekandi Bílarafs, f. 11. nóvember 1941 á Ásavegi 5, d. 1. júní 2022. Kona hans er Sabine Dolores Marth húsfreyja, sérkennari, f. 10. febrúar 1948 í Þýskalandi.
Barn Marinós og síðari konu hans Hjördísar Ólafsdóttur:
4. Valgerður Marinósdóttir húsfreyja, þroskaþjálfi, f. 29. september 1957. Maður hennar er Valdimar G. Guðmundsson byggingafræðingur.
Agnes ólst upp með foreldrum sínum og fluttist með þeim til Reykjavíkur 1946.
Hún var talsímakona við Landsímann, talsímakona hjá Nato-hernum við Lóransstöðina á Gufuskálum á Snæfellsnesi á árunum 1961-1966. Síðar var hún talsímakona á Hótel Esju og hjá Rafmagnsveitu Reykjavíkur.
Þau Kristinn giftu sig 1952, eignuðust þrjú börn, en eitt þeirra dó í fæðingu.
Kristinn lést 1993. Agnes bjó með Þorvaldi Erni Sveinbjörnssyni verkfræðingi, sem lést 2008. Agnes lést 2010.
I. Maður Agnesar, (1. mars 1952), var Kristinn Hannes Guðbjörnsson úr Reykjavík, loftskeytamaður, síðast varðstjóri við Loftskeytastöðina í Gufunesi, f. 4. apríl 1922, d. 29. maí 1993. Foreldrar hans voru Guðbjörn Hansson lögregluvarðstjóri, f. 16. desember 1891, d. 16. desember 1978, og kona hans Guðfinna Gunnlaugsdóttir húsfreyja, f. 13. júlí 1888, d. 20. júlí 1981.
Börn þeirra:
1. Barn, sem dó í fæðingu.
2. Marinó Kristinsson rafeindavirkjameistari, f. 1. október 1953, d. 22. janúar 2011. Kona hans, (skildu), var Ásdís Sigurðardóttir húsfreyja, f. 28. mars 1952, d. 19. júní 2007.
3. Helga Kristinsdóttir húsfreyja, prentsmiður og grafískur hönnuður, f. 6. nóvember 1956. Fyrri maður hennar, (skildu), var Flosi Sigurðsson byggingaverkfræðingur, f. 16. júlí 1955. Sambýlismaðurmaður Helgu er Hákon Gunnarsson.
II. Sambýlismaður Agnesar var Þorvaldur Örn Sveinbjörnsson verkfræðingur, f. 26. mars 1931 í Kothúsum í Garði, d. 27. september 2008. Foreldrar hans voru Sveinbjörn Steingrímur Árnason kennari, skólastjóri, f. 2. október 1899, d. 3. júní 1977, og kona hans Sigríður Ágústa Sigurðardóttir húsfreyja, f. 21. ágúst 1901, d. 13. febrúar 1936.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Helga Kristinsdóttir.
- Íslendingabók.is.
- Manntöl.
- Morgunblaðið 11. febrúar 2011. Minning Marinós Kristinssonar.
- Prestþjónustubækur.
- Verkfræðingatal. Ritstjóri: Þorsteinn Jónsson. Þjóðsaga ehf. 1996.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.