„Sjómannadagsblað Vestmannaeyja 2003/ Jómsborgarfeðgar, formenn í fjóra ættliði“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 48: Lína 48:
Ekki er vitað hvers vegna Jóhann Reyndal selur eignir sínar í Eyjum og flyst til Danmerkur 1920; eitthvað mun útgerð Emmu hafa gengið brösótt og vélin var alltaf í ólagi. Kannski var hann orðinn nógu efnaður til að láta drauma sína rætast, að verða herragarðseigandi í Danmörku. Það virðist mikil ólga í blóði hans og hann stendur ekki lengi við á hverjum stað. Sigurður Thoroddsen verk-fræðingur, sem var í sumardvöl hjá Reyndalsfjölskyldunni í Eyjum 1914, gefur skemmtilega lýsingu á Reyndal bakara í ævisögu sinni. Sem verkfræðistúdent í Danmörku heimsótti Sigurður fjölskylduna á ný á herragarðinn í Struer 1922, skömmu eftir andlát Dóru. Hann lýsir búskapnum, sem var umsvifamikill, og lýsir Reyndal svo: „Reyndal var í meðallagi á hæð, hnellinn og samanrekinn. Skapgóður og gamansamur. Hálfsköllóttur var hann, ljóseygur og augun útstæð. Dugnaðarforkur var hann til vinnu, því kynntist ég vel í Vestmannaeyjum. Hann virtist hafa kvenhylli, þótt ekki væri hann fríður maður að mínu mati.“<br>
Ekki er vitað hvers vegna Jóhann Reyndal selur eignir sínar í Eyjum og flyst til Danmerkur 1920; eitthvað mun útgerð Emmu hafa gengið brösótt og vélin var alltaf í ólagi. Kannski var hann orðinn nógu efnaður til að láta drauma sína rætast, að verða herragarðseigandi í Danmörku. Það virðist mikil ólga í blóði hans og hann stendur ekki lengi við á hverjum stað. Sigurður Thoroddsen verk-fræðingur, sem var í sumardvöl hjá Reyndalsfjölskyldunni í Eyjum 1914, gefur skemmtilega lýsingu á Reyndal bakara í ævisögu sinni. Sem verkfræðistúdent í Danmörku heimsótti Sigurður fjölskylduna á ný á herragarðinn í Struer 1922, skömmu eftir andlát Dóru. Hann lýsir búskapnum, sem var umsvifamikill, og lýsir Reyndal svo: „Reyndal var í meðallagi á hæð, hnellinn og samanrekinn. Skapgóður og gamansamur. Hálfsköllóttur var hann, ljóseygur og augun útstæð. Dugnaðarforkur var hann til vinnu, því kynntist ég vel í Vestmannaeyjum. Hann virtist hafa kvenhylli, þótt ekki væri hann fríður maður að mínu mati.“<br>
Ekki varð búgarðsævintýri Reyndals langt því að hann fluttist á ný til Íslands 1926 og með honum Emma og Tanta. Hann settist að á Akranesi og tók til við iðn sína, setti upp og rak bakarí þar um tíma, fluttist svo til Reykjavíkur. Hann giftist á ný árið 1934, meðan hann var á Akranesi, Guðrúnu Benediktsdóttur. Hún var systir Guðmundar Benediktssonar, borgargjaldkera í Reykjavík, sem var giftur Þórdísi Vigfúsdóttur, einni systurinni frá Holti. Þórdís Vigfúsdóttir og Emma Reyndal voru systradætur. — Jóhann Reyndal bjó hér á landi eftir þetta, rak bakarí, síðast í Reykjavík þar sem hann dó haustið 1971.<br><br>
Ekki varð búgarðsævintýri Reyndals langt því að hann fluttist á ný til Íslands 1926 og með honum Emma og Tanta. Hann settist að á Akranesi og tók til við iðn sína, setti upp og rak bakarí þar um tíma, fluttist svo til Reykjavíkur. Hann giftist á ný árið 1934, meðan hann var á Akranesi, Guðrúnu Benediktsdóttur. Hún var systir Guðmundar Benediktssonar, borgargjaldkera í Reykjavík, sem var giftur Þórdísi Vigfúsdóttur, einni systurinni frá Holti. Þórdís Vigfúsdóttir og Emma Reyndal voru systradætur. — Jóhann Reyndal bjó hér á landi eftir þetta, rak bakarí, síðast í Reykjavík þar sem hann dó haustið 1971.<br><br>
'''Óskar: Aflaskipstjóri í Bókabúðinni'''.
'''Óskar: Aflaskipstjóri í Bókabúðinni'''.<br>
En víkjum á ný að Jómsborgarfólki.
En víkjum á ný að Jómsborgarfólki.<br>
Enginn veit hvað fyrir Oskari Johnson hefði legið ef hann hefði fundist og farið með móður sinni til Kaupmannahafnar fimm ára gamall árið 1920. Hann ólst upp hjá föður sínum, afa og ömmu í Jómsborg í Vestmannaeyjum. Og þá var meira en líklegt að hann fyndi kröftum sínum stað í bjarg-ræðisvegi Eyjamanna, fiskveiðum. Hann fór ungur á sjó, er skráður á Kára 1931, 15 ára gamall, er síðan á Herjólfi og fleiri bátum. Hann tók minna vélstjórapróf 1934 og sama ár minna skip-stjórapróf, hvort tveggja í Eyjum. Hann var mótoristi nokkrar vertíðir á Gulltoppi með Binna í Gröf, sennilega 1935-1938. Óskar verður svo „for-maður", fyrst á Gullveigu 1939-1941, bát sem Sæmundur föðurbróðir hans gerði út. Oskari gekk vel svo að Einar Sigurðsson lætur smíða undir hann nýjan bát, Tý, besta skip flotans á þeim tíma, og var hann með þann bát í þrjár vertíðir. Oskar fór í Stýrimannaskólann, líklega eftir síldarúthaldið á Gullveigu 1941, og lauk fiskimannaprófi hinu meira árið 1942. Meðan hann var í skólanum bjó hann hjá Tómasi Jónssyni kjötkaupmanni („Kjötbúð Tómasar") og konu hans, Sigríði Sighvatsdóttur, sem var frænka Óskars (afasystir). Oskar sigldi á Bretland í stríðinu, eftir að hann hafði lokið „skólanum", var stýrimaður á Sæfinni NK 76 frá Norðfirði, rúmlega 100 tonna bát. Honum gekk líka vel á síldveiðum.
Enginn veit hvað fyrir Óskari Johnson hefði legið ef hann hefði fundist og farið með móður sinni til Kaupmannahafnar fimm ára gamall árið 1920. Hann ólst upp hjá föður sínum, afa og ömmu í Jómsborg í Vestmannaeyjum. Og þá var meira en líklegt að hann fyndi kröftum sínum stað í bjargræðisvegi Eyjamanna, fiskveiðum. Hann fór ungur á sjó, er skráður á Kára 1931, 15 ára gamall, er síðan á Herjólfi og fleiri bátum. Hann tók minna vélstjórapróf 1934 og sama ár minna skipstjórapróf, hvort tveggja í Eyjum. Hann var mótoristi nokkrar vertíðir á Gulltoppi með Binna í Gröf, sennilega 1935-1938. Óskar verður svo „formaður“, fyrst á Gullveigu 1939-1941, bát sem Sæmundur föðurbróðir hans gerði út. Óskari gekk vel svo að Einar Sigurðsson lætur smíða undir hann nýjan bát, Tý, besta skip flotans á þeim tíma, og var hann með þann bát í þrjár vertíðir. Óskar fór í Stýrimannaskólann, líklega eftir síldarúthaldið á Gullveigu 1941, og lauk fiskimannaprófi hinu meira árið 1942. Meðan hann var í skólanum bjó hann hjá Tómasi Jónssyni kjötkaupmanni („Kjötbúð Tómasar“) og konu hans, Sigríði Sighvatsdóttur, sem var frænka Óskars (afasystir). Óskar sigldi á Bretland í stríðinu, eftir að hann hafði lokið „skólanum“, var stýrimaður á Sæfinni NK 76 frá Norðfirði, rúmlega 100 tonna bát. Honum gekk líka vel á síldveiðum.<br>
Þannig blasti við að Oskar yrði í fremstu röð for-
Þannig blasti við að Óskar yrði í fremstu röð formanna í Eyjum, kannski stórútgerðarmaður með sama framhaldi, en aðeins fáum árum eftir að hann lauk skólanum, sennilega 1946, söðlar hann um, þessi farsæli og duglegi skipstjóri, hættir sjómennsku um þrítugt og gerist verslunarmaður hjá föður sínum í Bókaverslun Þorsteins Johnsonar. Sjálfsagt hefur faðir hans viljað búa hann undir að taka við forretningunni sem var næsta blómleg, eina bóka- og ritfangaverslunin í þessum stóra bæ, og stóð af sér allar samkeppnistilraunir, auk góðra heildsöluumboða (kaffi, smjörlíki, sælgæti o.fl.). Þannig hafði gamli maðurinn sjálfur haft það, horfið af sjónum á góðum aldri og tekið við verslunarrekstri af föður sínum. Og svo fór auðvitað að þetta varð annað lífsstarf Óskars, hann rak bókaverslunina og heildsöluna, fyrst með föður sínum og svo einn fram að gosi, með miklum myndarbrag. Í búðinni fengust bækur, ritföng og skór (m.a. klofstígvél), dönsku blöðin (og ensku) og sjókort. Óskar var aðsjáll, stundum dálítið hvumpinn við okkur krakkaskrílinn sem hékk í búðinni eða á gluggunum, en hann var traustur og greiðvikinn við sína viðskiptavini. Sagt er að hann hafi jafnan verið fyrstur bóksala á landinu til að gera upp við forlögin eftir jólavertíðina, strax um áramót! Bára Sigurðardóttir frá Bólstað vann í bókabúðinni upp úr stríði og sagði að þar hefði verið gott að vinna, góður andi og vel gert við starfsfólk. Annars var Óskar glaðlegur í framkomu, en dulur um eigin hagi. Hann var alla tíð kvikur á fæti, göngumaður mikill og vel á sig kominn. Hann varð fyrsti stakkasundsmeistari Vestmannaeyja 1936.<br>
Óskar giftist 1935 Sigríði Jónsdóttur frá Steig í Mýrdal. Hún vann lengi í bókaversluninni. Þau slitu hjúskap sínum eftir nær 40 ára samvistir. Þau bjuggu  fyrst  í Jómsborg, en  fluttust  síðar á Hilmisgötu. Guðbjörg Bergmundsdóttir, móðursystir mín, var í vist í Jómsborg hjá þeim hjónum þegar elsta barn þeirraa fæddist og líkaði vel. Hún veitti því eftirtekt hve vel birg þau voru af alls kyns dönskum varningi sem ekki fékkst á venjulegum heimilum í bænum á þeim tíma. Um miðjan sjöunda áratuginn keyptu þau verslunar- og íbúðarhúsið Heiðarveg 9, þar sem bókaverslunin er núna, bjuggu uppi en höfðu verslun niðri; og var svo fram að gosi. Um tíma var líka „útibú“ frá bókaversluninni á jarðhæðinni á Strandbergi við Strandveg. Í gosinu bjuggu Óskar og Sigga fyrst hjá dóttur sinni og tengdasyni í Garðabæ en reistu sér svo þar hús og bjuggu þar þangað til leiðir skildi. Þau héldu áfram bóksölu í Reykjavík eftir gosið, Bókahúsið hét búðin, en Óskar hvarf frá því við skilnaðinn. Sambýliskona Óskars síðustu árin var Jóhanna Þ. Matthíasdóttir frá Fossi á Síðu. Hann vann síðustu starfsár sín hjá Heildversluninni O. Johnson og Kaaber sem hann hafði haft umboð fyrir lengi í Eyjum. Hann lést í Reykjavík árið 1999. 84 ára að aldri.<br>
Óskar var lipur veiðimaður, veiddi lunda og seldi bæjarbúuum, en Sigríður, kona hans, reytti fuglinn. — Hann var mikill safnari og átti gott bókasafn, einkum um þjóðleg fræði; á endanum keypti Guðmundur Axelsson í Klausturhólum safnið.<br>
Eins og að líkum lætur var Óskar bóksali með hugann við aflabrögð og sjómennsku þegar dró fram á vertíð. Hann brá sér þá oft í gönguferð á bryggjurnar til að fylgjast með. Einhverju sinni, stuttu eftir að hann hætti á sjónum, var hann staddur í Verkamannaskýlinu á Básaskersbryggju að fá fréttir. Þar var þá líka staddur Markús í Fagurhól Sæmundsson. Hann var frá Nikulásarhúsum í Fljótshlíð, bróðir Sigurðar á Hallormsstað og Nínu myndhöggvara. Friðrik á Löndum, sem þá var unglingur, segist hafa heyrt Markús kalla til Óskars að það væri undrunarefni að svo aflasæll maður, fyrirmyndarformaður, hætti sjómennsku á besta aldri. Óskar svaraði engu, brosti og fór sína leið.<br><br>
'''Þorsteinn Johnson:'''<br>
'''Fyrsti vélstjóri Eyjaflotans.'''<br>
Þorsteinn Johnson, faðir Óskars, var fæddur undir Vestur-Eyjafjöllum 10. ágúst 1884. Hann flyst með föður sínum til Eyja 1897 og byrjar þar sjómennsku um leið og hann hefur krafta til. Hann varð fljótt samverkamaður Þorsteins í Laufási, fór með honum til sjóróðra austur á land (Seyðisfjörð t.d.) á fyrstu árum aldarinnar og er á sexæringnum Ísak þegar sú mikla ákvörðun er tekin um páskana 1905 að festa kaup á vélbát sem síðar hlaut nafnið Unnur. Þeir áttu bátinn saman nafnarnir, Þorsteinn í Laufási og Þorsteinn í Jómsborg, Geir Guðmundsson, síðar á Geirlandi, Friðrik Svipmundsson, síðar á Löndum, og Þórarinn Gíslason á Lundi, mágur Þorsteins í Laufási. Unnur fór í fyrsta róður 3. febr. 1906, daginn eftir kyndilmessu, og kom með um 300 fiska að landi þann dag. Unnur var 33 feta bátur, mældur 7,23 tonn, og var með 8 ha. Danvél. Þorsteinn í Jómsborg var ráðinn vélstjóri, sá fyrsti í Eyjaflotanum. Þorsteinn í Laufási segir í bók sinni „Aldahvörf í Eyjum“ að þeir hafi verið svo heppnir að Halldór Guðmundsson raffræðingur úr Mýrdal, nýkominn frá námi erlendis, hafði brugðið sér til Eyja til að gifta sig, en hann var annálaður vélamaður. Tók hann þá félaga á vikunámskeið í að hirða um vélar með þeim árangri að vélin bilaði aldrei alla vertíðina, og máttu það heita mikil undur. Enda gat nú enginn, sem fékkst við útgerð í Eyjum, efast um hver framtíðin í þeim atvinnuvegi yrði. Næstu vertíð, 1907, voru gerðir út 22 vélbátar, 1908 um 40 og 1909 um 50 vélbátar.<br>
Oftast er Unnur talin fyrsti vélbáturinn sem kom til Eyja. Það mun hins vegar ekki vera alls kostar rétt. Mótorbáturinn Eros („Rosi“) kom til Eyja 1904 en hann var ekki notaður til fiskveiða. Fyrsti vélknúni fiskibáturinn mun svo vera Knörr VE 78 sem kom til heimahafnar 5. sept. 1905. Það var Sigurður Sigurfinnsson, faðir Einars ríka, sem keypti bátinn í Noregi, 14 tonn að stærð. Hann fór á honum með seglum einum saman til Fredrikshavn í Danmörku þar sem vélin var sett í hann. Hún var aðeins 8 ha. (Dan-vél). Sigurður sigldi Knerri til Eyja og varð þannig fyrstur til að sigla vélbát yfir úthafið. Unnur kom fjórum dögum seinna til Eyja, 9. sept. 1905, með eimskipinu Laura. Útgerð Knarrar gekk ekki vel, vélin reyndist of lítil fyrir bátinn. Þorsteinn í Laufási hlýtur því að teljast „brautryðjandi“ vélbátaútgerðar í Vestmannaeyjum eins og nafni hans í Jómsborg kemst að orði í blaðinu Víkingi 1955.<br>Áraskipin, hin aldagamla hefð róðrarskipa við Eyjar, hurfu úr sögunni á nokkrum árum. Stærri skipin, tíæringar og áttæringar, hverfa fyrst, segir Gísli á Bessastöðum, en sexæringar halda lengur velli. Ólafur Ástgeirsson í Litla-Bæ smíðar sexæringa 1913 og 1914 og þeir bræður, Ólafur og Kristinn, róa þessum skipum fram yfir 1920 og eru taldir síðustu áraskipaformenn á vetrarvertíð í Eyjum. Vertíðina 1916 er talið að 12 áraskip séu enn gerð út. Vorbátarnir gengu lengur, fram undir 1930.<br>
Þorsteinn í Jómsborg hefur kynnst sjómennsku fyrst við Eyjafjallasand
 
   
   


Sighvatur Árnason      ~)
Q Jón Sighvatsson        ^
Q      Þorsteinn Johnson      )
Q      Óskar Þ. Johnson
Forrnenn ítlóra œttliði.
manna í Eyjum, kannski stórútgerðarmaður með sama framhaldi, en aðeins fáum árum eftir að hann lauk skólanum, sennilega 1946, söðlar hann um, þessi farsæli og duglegi skipstjóri, hættir sjó-mennsku um þrítugt og gerist verslunarmaður hjá föður sínum í Bókaverslun Þorsteins Johnsonar. Sjálfsagt hefur faðir hans viljað búa hann undir að taka við forretningunni sem var næsta blómleg, eina bóka- og ritfangaverslunin í þessum stóra bæ, og stóð af sér allar samkeppnistilraunir, auk góðra heildsölu-umboða (kaffi, smjörlfki, sælgæti o.fl.). Þannig hafði gamli maðurinn sjálfur haft það, horf-ið af sjónum á góðum aldri og tekið við verslunar-rekstri af föður sínum. Og svo fór auðvitað að þetta varð annað lífsstarf Óskars, hann rak bókaversl-unina og heildsöluna, fyrst með föður sínum og svo einn fram að gosi, með miklum myndarbrag. 1 búðinni fengust bækur, ritföng og skór (m.a. klof-stígvél), dönsku blöðin (og ensku) og sjókort. Óskar var aðsjáll, stundum dálítið hvumpinn við okkur krakkaskrílinn sem hékk í búðinni eða á gluggunum, en hann var traustur og greiðvikinn við sína viðskiptavini. Sagt er að hann hafi jafnan verið fyrstur bóksala á landinu til að gera upp við for-lögin eftir jólavertíðina, strax um áramót! Bára Sigurðardóttir frá Bólstað vann í bókabúðinni upp úr stríði og sagði að þar hefði verið gott að vinna, góður andi og vel gert við starfsfólk. Annars var Óskar glaðlegur í framkomu, en dulur um eigin hagi. Hann var alla tíð kvikur á fæti, göngumaður mikill og vel á sig kominn. Hann varð fyrsti stakka-sundsmeistari Vestmannaeyja 1936.
Oskar giftist 1935 Sigríði Jónsdóttur frá Steig í Mýrdal. Hún vann lengi í bókaversluninni. Þau slitu hjúskap sínum eftir nær 40 ára samvistir. Þau bjuggu  fyrst  í Jómsborg. en  fluttust  síðar á
Hilmisgötu. Guðbjörg Bergmundsdóttir, móður-systir mín, var í vist í Jómsborg hjá þeim hjónum þegar elsta barn þeiiTa fæddist og lfkaði vel. Hún veitti því eftirtekt hve vel birg þau voru af alls kyns dönskum varningi sem ekki fékkst á venjulegum heimilum í bænum á þeim tíma. Um miðjan sjö-unda áratuginn keyptu þau verslunar- og fbúðarhúsið Heiðarveg 9, þar sem bókaverslunin er núna, bjuggu uppi en höfðu verslun niðri; og var svo fram að gosi. Um tíma var lfka „útibú" frá bókaversluninni á jarðhæðinni a Strandbergi við Strandveg. 1 gosinu bjuggu Oskar og Sigga fyrst hjá dóttur sinni og tengdasyni í Garðabæ en reistu sér svo þar hús og bjuggu þar þangað til leiðir skildi. Þau héldu áfram bóksölu í Reykjavík eftir gosið, Bókahúsið hét búðin, en Oskar hvarf frá því við skilnaðinn. Sambýliskona Oskars síðustu árin var Jóhanna Þ. Matthíasdóttir frá Fossi á Síðu. Hann vann síðustu starfsár sín hjá Heildversluninni O. Johnson og Kaaber sem hann hafði haft umboð fyrir lengi í Eyjum. Hann lést í Reykjavík árið 1999. 84 ára að aldri.
Óskar var lipur veiðimaður, veiddi lunda og seldi bæjarbLÍum, en Sigríður, kona hans, reytti fuglinn. — Hann var mikill safnari og útti gott bókasafn, einkum um þjóðleg fræði; á endanum keypti Guðmundur Axelsson í Klausturhólum safnið.
Eins og að líkum lætur var Óskar bóksali með hugann við aflabrögð og sjómennsku þegar dró
f
   
   
?
?

Útgáfa síðunnar 13. febrúar 2017 kl. 13:31

HELGI BERNÓDUSSON



Jómsborgarfeðgar


— formenn í fjóra ættliði —



Íslendingafundur í Lapplandi.
„Hún er komin, danska konan sem við sögðum þér frá, — manstu ekki, frá Vestmannaeyjum?“ „Ha? Hver?“
Ég sat niðursokkinn í verkefni, með sumarsólina á glugganum í skrifstofu minni í virðulegu og gömlu húsi við Kirkjustræti í miðbæ höfuðborgarinnar. Þetta var sumarið 2001, fyrir tveimur árum. — „Ég kem niður í anddyri.“
Þrjár samverkakonur mínar höfðu haustið áður farið á merka ráðstefnu í Rovaniemi í Finnlandi, eða raunar í Lapplandi, sem liggur á norðurheimskautsbaugnum, til að fræðast um lagamál, þýðingar og skjalaútgáfu. Lex et lingua (lög og tunga) var yfirskriftin. Þetta var fjölmennt mót sérfræðinga úr mörgum heimshornum, norrænir menn og fólk úr höfuðstöðvum Evrópusambandsins í Brussel og Lúxemborg. Þær stöllur héðan héldu hópinn, svo sem von er um Íslendinga, en brátt fór að sækja í félagsskap þeirra kona ein frá Lúxemborg, nett og treffileg, hún hét Eva, var Dudzinska að giftingarnafni, pólskt. Eva sagði að sér liði vel innan um Íslendinga því að sjálf væri hún hálfur Íslendingur. „Ha?“ Alltaf jafn spennandi að hitta Íslendinga í útlöndum, jafnvel þó að þeir séu hálfir (í einhverjum skilningi). — Jú, móðir hennar var íslensk, fædd á Íslandi, átti íslenskan föður og danska móður. Fædd í Vestmannaeyjum! „Ja, hvað er að heyra, þetta þurfum við að segja honum Helga þegar við komum heim!“ Þær vinkonur mínar, Finnlandsfarar, létu ekki undir höfuð leggjast að greina frá þessu vestmanneyska kyni sem þær höfðu fundið í Lapplandi, en ekki festist það þó mjög í minni. Þær héldu sambandi við Evu, vinkonu sína í Lúxemborg, sem puðaði þar við þýðingar á flóknum reglum ESB úr mörgum málum á mörg mál, og samkvæmt jólakorti frá henni var ekki útilokað að hún kæmi í heimsókn á næsta sumri, kannski með hana mömmu gömlu, hana langar svo að sjá Ísland, og sérstaklega Vestmannaeyjar, einu sinni enn, hálfníræða konuna. Og svo varð. Þær stóðu þarna í anddyrinu, Eva frá Lúxemborg með börn sín tvö og tvö systurbörn, og svo móðir hennar. Hún bar aldurinn vel, var snotur kona og svipmikil. Ég heilsaði henni, hún hafði krepptan fingur á hægri hendi, og það brá fyrir einhverjum svip sem ég kannaðist við. Hún talaði bara dönsku, fáein orð kunni hún þó í íslensku. Greta Thisted hét hún. „Og þú ert úr Vestmannaeyjum?“ spyr ég gömlu konuna.
„Ja, ég er fædd þar, það var 1916, en ég fór þaðan fjögurra ára gömul árið 1920 til Kaupmannahafnar, hef verið þar síðan, í 80 ár. En ég man enn ýmislegt frá Vestmannaeyjum.“
Hún spurði mig hvort ég væri úr þessum eyjum. „Já, það er svo!“
„En gaman, ég hef komið tvívegis til Vestmannaeyja síðan við fórum þaðan mæðgur 1920, í fyrra sinnið 1946, eftir stríðið, og svo 1996, á áttræðisafmæli mínu. Í fyrri ferðinni hitti ég föður minn. Hann hét Þorsteinn Johnson.“
„Nei. hvað segirðu, bóksali? Ég man hann vel, virðulegan mann við Garðhús, á dökkum fötum með vesti, þar sem hann vappaði í kringum bókabúðina sína.“
„Hvað, ungi maður, manst þú föður minn?“
„Ja, heldur betur, hann var oft í Garðhúsum hjá systur sinni, Kristínu, sem var gift Jóni Waagfjörð bakara, „Vogsa“ sem við kölluðum svo (ættarnafnið dregið af Vogsósum). Stáki, sonur þeirra (Jón samkvæmt kirkjubókum), átti þar heima á efri hæðinni og Kristinn sonur hans er æskuvinur minn. Ég þekkti í því stóra húsi hverja vistarveru og var þar uppi um öll rjáfur; þvældist um niðri í bakaríi sem var í kjallaranum; stundum vorum við Kristinn settir á tvíbökuvélina til að létta undir, við sátum þá andspænis hvor öðrum og stigum sitt sagarhjólið hvor og mötuðum vélina með brauðbollum en sögin, sem við drógum, skar í sundur bollurnar sem voru svo bakaðar á ný, sannkallaðar tvíbökur!“
Hún sagðist muna Kristínu, föðursystur sína, vel og Jón, mann hennar, duglegan mann, sem fékk sér stundum í staupinu eins og margir fleiri góðir menn; þau komu nokkrum sinnum í heimsókn til Danmerkur þar sem Jón Waagfjörð var lengi við nám og störf (málari) á yngri árum.
„Sæmundur, föðurbróðir minn, bjó þarna skammt frá“ sagði Greta. „Já, já, ég hef heyrt um hann en ég man hann ekki, en Guðbjörgu konu hans man ég. Þau bjuggu á Gimli; þar var mjólkurbúð á jarðhæðinni.“ Og svo bætti ég við: „Systir mín, Elínborg, býr þar núna!“
„Ja, hérna! Manstu kannski eftir honum Óskari, bróður mínum?“
„Honum Óskari í Bókabúðinni! Ég er nú hræddur um það, hafði hann fyrir augunum á hverjum degi alla mína bernsku. Við krakkarnir vorum eins og gráir kettir í búðinni hjá honum eða lágum á búðargluggunum, og stundum stóð hann, einkum í góðviðri, í búðardyrunum í kringum hádegið og fylgdist með mannaferðum, fólki, sérstaklega ungum skvísum, á leið úr eða í vinnu. Við bjuggum rétt hinum megin við götuna. Kristinn, sonur hans („Diddi í Bókabúðinni“), var einkavinur Birgis, bróður míns heitins.“
„Ja, hvur röndóttur“ sagði konan upp á dönsku. Og dóttir hennar, Eva, og barnabörn voru orðin nokkuð langleit meðan stóð á þessum fundi ömmu við fortíðina og blauta bernsku hennar í Vestmannaeyjum fyrir 80 árum, svona óralangt í burtu í tímanum. En þau fundu samt að hún hafði hitt á réttan mann! Það fannst þeim gott.

Hver er þessi danska kona?
En hver var þessi kona? Greta Thisted heitir hún og er fædd í Vestmannaeyjum árið 1916, 17. júlí, dagstætt ári yngri en Óskar bróðir hennar. Foreldrar hennar voru Þorsteinn Johnson, sem kallaði sig svo, hann var Jónsson eins og síðar verður að vikið, og Anna Margrethe Madsen, kona hans. Sennilega hafa þau kynnst í Danmörku þar sem Þorsteinn var við nám og störf. Þau fluttust til Íslands árið sem fyrri heimsstyrjöldin hófst, 1914, giftu sig og eignuðust þrjú börn. Elstur var Óskar Emanúel Þorsteinn, fæddur 1915, síðan Greta, fædd 1916, og loks Þorsteinn, fæddur síðla árs 1917. Þau hafa sjálfsagt verið ólík, hjónin, hún sjö árum yngri en hann, og erfitt fyrir unga konu úr Kaupmannahöfn, rétt rúmlega tvítuga, að setjast að í Vestmannaeyjum á árum fyrri heimsstyrjaldar og eftir hana og búa með tengdaforeldrum sínum með þrjú ung börn. Vestmannaeyjar hafa varla náð hátt á umgengnis- og þrifnaðarskölum Kaupmannahafnar. Margrét bjó við ágæt efni í Höfn, faðir hennar, Emanuel Madsen, var umsvifamikill matreiðslumaður, lést 1920, en móðir hennar lifði til 1936. Hún hafði sjálf lært „nútíma-matargerð“ en aldrei komið nálægt börnum. Það er því líklegt að þrjú börn á skömmum tíma, sambúð með tengdaforeldrum, tungumálaerfiðleikar, söknuður eftir ættingjum og vinum, hafi reynst skapmikilli konu ofraun. Greta segir að sér sé í barnsminni, innan við tveggja ára aldur, þegar hún lá í hálsbólgu og lék sér með vasaklúta(!) — ekki var leik-föngum fyrir að fara — að hafa séð móður sína hálfærast yfir því að geta ekki kveikt eld á prímusnum sem þau notuðu til að hita vatn. En Greta segir að hún hafi sótt sér skilning og traust hjá Dönum sem bjuggu í bænum. Þorsteinn í Jómsborg og Halldór Gunnlaugsson læknir voru góðir vinir, voru oft á fiskiríi saman. Margrét átti trúnaðarvini í frú Önnu Gunnlaugsson og Ellu Therp, systur hennar, sem dvaldist í Eyjum um tíma. Greta segist muna vel þegar þær mæðgur voru að koma frá frú Gunnlaugsson. stundum seint um kvöld og í myrkri, hún var svo hrædd við skuggaverur, sauðfé, hunda og ketti! Ella Halldórsdóttir (Gunnlaugssonar), sem lifir í hárri elli í Reykjavík, segist muna Margréti vel, sérstaklega hvað hún var mikill spíritisti! „Indælis manneskja, en lifði mjög spart.“ Vinskapurinn við frú Önnu Gunnlaugsson hélst lengi.
Betri samgöngur voru milli Eyja og Kaupmannahafnar á þessum tíma en síðar, flest millilandaskip sem sigldu til Íslands frá meginlandinu, skip Eimskipafélagsins og Sameinaða gufuskipafélagsins, komu við í Eyjum. Og e.t.v. hafa þau hjón, Margrét og Þorsteinn, brugðið sér utan þessi árin. Þannig segir Greta að móðir sín hafi farið utan snemma árs 1918 með yngsta barn sitt, Þorstein, dvalist þar um tíma, látið skíra barnið, en komið svo aftur „heim“. Greta var hjá föður sínum og afa og ömmu í Jómsborg á meðan og man það vel. Nema hvað, tveimur arum síðar, 1920, fer Margrét enn til Kaupmannahafnar með börn sín. Hjónabandinu var slitið. Óskar er þá 5 ára. Sú saga lifir með afkomendum hans að hann hafi ekki tekið í mál að fara utan, hann fór í felur og fannst ekki meðan millilandaskipið lá fyrir utan Eiðið. Og fór aldrei. Greta man „eins og það hefði gerst í gær“ þegar hún prílaði eftir kaðalstiganum upp í þetta stóra skip úti á „reginhafi.“ Hún man þegar þau sigldu fram hjá Krónborgarhöll á NorðurSjálandi og hún benti á trén og spurði á íslensku: „Hvað er þetta?“ Hún tapaði svo íslenskunni, gekk í fyrstu illa að læra dönsku og man nú lítið frá næstu tíu árum ævinnar. — Ætli þetta komi svo mjög á óvart? „Þetta var gífurlegt sjokk; skilnaður foreldra og nýtt og framandi umhverfi“ segir hún.
Margrét, móðir hennar, bjó í Kaupmannahöfn upp frá því, dó 1976, hálfníræð. Hún giftist aldrei aftur — „þrátt fyrir mörg bónorð“ segir Greta! Hún talaði aldrei um 'Íslandsárin við börn sín, en virtist enn hafa sterkar taugar til Þorsteins, eiginmanns síns fyrrverandi, bar árum saman þungan harm í brjósti, „grét oft“ segir Greta. Ættmenni hans, systkini og vinir, heimsóttu hana æ síðan í Kaupmannahöfn, ef við varð komið, og hún tók því fólki öllu vel. Hún var ströng, segir Eva, barnabarn hennar, en létt og skemmtileg, „aldrei leiðinlegt í kringum hana“. Rúmri hálfri öld eftir að hún fór frá Eyjum, haustið 1973, eftir eldgosið á Heimaey, tók hún sig upp og heimsótti son sinn, Óskar, og ættingja á Íslandi. Það hafa verið stórir dagar hjá henni, þótt ýmsir erfiðleikar í fjölskyldunni hér á landi skyggðu á.
Greta og maður hennar áttu sumarhús og þangað var farið nærri um hverja helgi, og oftast var gamla konan með. Dag einn um miðjan júní 1959 voru þau sem endranær á ferðinni í sumarbústaðinn. Sú gamla sat í aftursætinu, djúpt hugsi. Svo sagði hún um síðir við dóttur sína að sig hefði dreymt undarlegan draum nóttina áður. Hún var með giftingarhring sinn og hann hafði brotnað á tveim stöðum. „Það eru tvö síðari hjónabönd föður þíns. Nú er hann látinn, og hugsar til mín.“ Þegar fjölskyldan kemur á ný í bæinn eftir stutta dvöl er hringt dyrabjöllu heima hjá Gretu kl. 11 um kvöld. Úti stóð sendill með símskeyti frá Íslandi: „Faðir okkar er látinn. Kveðja, Óskar.“
Greta ólst upp með móður sinni í Kaupmannahöfn ásamt Þorsteini bróður sínum. Jon Thorsteinn Johnson er fæddur 3. des. 1917. Hann kom líka til Íslands, fyrst sem unglingur 1934 þegar hann var hér sumartíma, bjó hjá Sæmundi föðurbróður sínum á Gimli og var látinn vinna á stakkstæði. Hann fékk enn fremur að vera í Reykjavík, á Laugavegi 32 hjá Sigríði afasystur sinni og Tómasi kjötkaupmanni Jónssyni. Hann hefur komið nokkrum sinnum til Íslands síðar. Hann nam sem ungur maður búfræði og starfaði við það í Danmörku, lengst við matvælaeftirlitið. Tim Thorsteinn Johnson, einkasonur hans, er sjónvarpsstjóri á Jótlandi; hann á eitt barn. Þorsteins er getið í ritinu „íslenskir búfræðikandídatar“ frá 1974.
Greta Johnson giftist og varð Thisted, maður hennar, Borge, var lögmaður, málafærslumaður við landsréttinn, og þau voru í ágætum efnum. Hann lést fyrir nokkrum árum, 1989. Þau eignuðust þrjár dætur. Auk Evu (sem er fædd 1949) eru það Jette, fædd 11. apríl 1940, tveim dögum eftir innrás Þjóðverja í Danmörku, og Anne-Dot, fædd 1943. Eldri dætur hennar tvær létust á ungum aldri, önnur tveggja barna móðir, hin þriggja, og tengdasynir Gretu létust tveir fyrir aldur fram, maður Evu á síðasta ári, en maður Jettu þegar árið 1970. Börn Jettu, sem hingað komu tvö í hittiðfyrra með ömmu sinni, höfðu misst báða foreldra sína á barnsaldri. Barnabörn Gretu eru sjö og barnabarnabörn fimm. Ég spurði Evu á dögunum í tölvuskeyti hvað væri af móður hennar að frétta því að sú gamla svaraði ekki síma. Hún hefur verið úti að spila bridge, en annars er „min mor stadig ... frisk som en havörn" — og á þrjú ár fátt í nírætt!
Óskar hafði samband við móður sína í Danmörku eins og tök voru á á þessum tíma, með bréfaskiptum, en hann ólst upp hjá afa sínum og ömmu í Jómsborg. Kært hefur verið með þeim mæðginum og svo mikið er víst að dóttir Óskars hlaut nafn ömmu sinnar og heitir Margrét („Búbba“, búsett í Bandaríkjunum). Og á fullorðinsárum heimsótti gamla konan Óskar, son sinn, hingað til lands, eins og áður segir. Það var í fyrsta og eina sinn sem Kristinn Óskarsson, sem sagði mér frá, sá ömmu sína.

Gamlar minningar úr Eyjum.
Greta kom, eins og áður sagði, að loknu seinna stríði til Íslands og gisti hjá Óskari og Siggu á Hilmisgötunni. Það var henni mikið mál að kynnast á ný föður sínum og bróður. Þorsteinn sótti dóttur sína til Reykjavíkur og þau komu með Stokkseyrarbát út í Eyjar. Þau gengu mikið um eyna þetta sumar og upp á fjöll. Greta minnist notalegra stunda með föður sínum, t.d. þegar þau sátu í makindum í gígskálinni í Helgafelli og drukku ananassafa úr dós! Hún ferðaðist líka um Ísland og kynntist frændfólki sínu.
En það eru þó þessar undarlega skýru minningar Gretu um fjögur fyrstu ár ævinnar, 1916-1920, sem athygli vekja. Hún man vel afa sinn og ömmu í Jómsborg, en fátt af samkiptum við þau. Hún man þjóðhátíð í Herjólfsdal þar sem legið var í tjöldum, „við máttum ekki fara frá tjaldinu og vorum hrædd við fullu karlana“! Ekki síst eru minningabrotin frá leikvelli bernskunnar athyglisverð, frá Jómsborg og umhverfinu þar (hét þá Heimatorg, áður Krossgötur). Það er nú allt horfið undir hraun og gjall og lifir aðeins í myndum og minningum.
„Ég man“ skrifar hún „að það var mikið af fiski breitt til þerris fyrir framan hjá okkur.“ Og það stendur heldur betur heima því að á flötinni sunnan við Edinborg, norðan og vestan Jómsborgar, voru stakkstæði og þar var saltfiskur sólþurrkaður í stórum flekkjum eins og sjá má af myndum. Svo var árum saman, og Rafveituhúsið var ekki reist þarna á stakkstæðinu fyrr en eftir seinna stríð. „Ég var tveggja ára. Eg gekk niður tröppurnar í Jómsborg og faðir minn leiddi mig. Eg hélt í hægri hönd hans“ segir hún. Þetta er 1918 og hún heldur áfram: „Við gengum beint út. Til vinstri við okkur voru breiður af fiski sem var verið að þurrka. Ég man að hann skildi mig eftir augnablik því að hann þurfti að kasta af sér vatni. Svo sneri hann við og kom aftur til mín. Svo hitti hann einhvern vin sinn og talaði við hann. Ég man ekki hvert við vorum að fara, fórum til vinstri og því sennilega til Emmu sem ég lék mér við hvern einasta dag.“ „Emmu?“
„Já, Emma var vinkona mín. Hún átti heima í Tungu, bakaríinu. Þegar maður kom inn frá götunni lá stiginn upp á 2. hæð beint við. Okkur þótti svo gaman uppi því að þarna við stigaopið var baðherbergi með baðkeri! Og dag einn fylltum við baðkerið svo að út úr flóði og vatnið rann niður stigann. Þá heyrðist heldur betur í fullorðna fólkinu og við fengum skammir! Og við urðum hræddar og skömmuðumst okkar.“
Og enn kemur Emma við sögu. Þær leiksystur frá Eyjum hittast á Ráðhústorginu í Kaupmannahöfn 1922. „Faðir Emmu var í Struer á Jótlandi en með henni var kona sem passaði hana. Sú var alltaf að prjóna!“ Þetta hafa verið gleðilegir endurfundir leiksystra.
En hver var þessi Emma? Hver var faðir hennar í Tungu? Hvaða kona var að „passa“ hana?

Útúrdúr: Reyndal bakar og gerir út.
Árið 1912 fluttist til Eyja frá Bolungarvík danskur maður, Jóhann Pétur Sörensen, kallaði sig síðar Reyndal og var bakari. Hann fór á hausinn fyrir vestan en var ekki á því að gefast upp. Honum var ekki fisjað saman, fæddur í Árósum 1878, munaðarlaus varð hann barn að aldri en lærði bakaraiðn og fór til Íslands um aldamót, tvítugur að aldri.
Skömmu eftir að hann kemur til Eyja lætur hann, með aðstoð mágkonu sinnar, byggja steinhús, eitt hið stærsta og myndarlegasta í bænum, og kallaði það Tungu, en við þekkjum það betur sem Berg (Hótel Berg) eða Magnúsarbakarí, stóð við Heimagötu 4. Þar lét Reyndal setja upp bakarí með nýjustu tækjum. Hann var duglegur og reksturinn gekk vel. Reyndal tók þátt í útgerðarævintýrinu í Eyjum á þessum tíma, lét Jens Andersen (bróður Danska-Péturs) smíða fyrir sig vélbátinn Goðafoss árið 1916 (gekk fyrst vertíðina 1917) og tveimur árum síðar lét hann smíða Emmu á Ísafirði (kom um páskana 1919). Með Goðafoss var Árni Þórarinsson frá Oddsstöðum, ungur formaður og einn þeirra fyrstur sem réri með net. Hann var aflakóngur vertíðirnar 1918 og 1920. Emma var sú sem síðar komst í eigu Eiríks Ásbjörnssonar (og hann var löngum kenndur við). Halldór Magnússon, sem hefur skrifað um Reyndal „afa sinn,“ segir að um tíma hafi hann gert út þrjá báta.
Jóhann og kona hans, Halldóra Kristjánsdóttir, gátu ekki eignast barn. Fyrst tóku þau og ættleiddu Dóru (Halldóru Valdimarsdóttur), meðan þau bjuggu í Bolungarvík, en móðir hennar hvarf þar sporlaust er hún var þriggja ára gömul. Dóra varð síðar kona Magnúsar Bergssonar bakara, dó 1942. En eftir að þau hjón fluttust til Eyja tóku þau annað barn, Emmu, sem var dóttir Höllu Guðmundsdóttur og Guðjóns Eyjólfssonar, útvegsbónda á Kirkjubæ, 12. barn þeirra af 14 (fimm dóu í æsku). Þau Guðjón og Halla bjuggu í Norðurbænum þar sem Magnús Pétursson bjó síðast. Svo brátt var þeim hjónum, Jóhanni og Halldóru, að fá Emmu að þegar eftir fæðingu hennar fór Jóhann ríðandi upp að Kirkjubæ og sótti barnið. Jóhann var elskur að þessu nafni, Emma, bæði barn hans og bátur báru það. Emma var fædd 25. jan. 1917 og því hálfu ári yngri en Greta.
Þetta er baksvið Emmu, vinkonu Gretu, þegar þær voru að gera prakkarastrik í Vestmannaeyjum fram á árið 1920. Þær Greta og Emma héldu vinskap í nokkur ár. Það er ekki erfitt að sjá hvernig þær tengjast, þessar litlu stúlkur. Stutt var á milli Jómsborgar og Tungu og hin unga danska húsfreyja í Jómsborg hlýtur að hafa komist í kunningsskap við samlanda sinn eins og aðra Dani sem henni var huggun í að hitta, svo langt frá heimaslóð þeirra, og vísast hafa þeir Þorsteinn í Jómsborg og Reyndal bakari haft um margt að tala.
Árið 1920 selur Jóhann Reyndal eigur sínar í Eyjum, húsið, bakaríið og báta, og flyst með fjölskyldu sína, þar á meðal Emmu, til Danmerkur, fyrst til Hafnar, síðan setur hann upp bakarí í Hjorring, nyrst á Jótlandi, og enn síðar fer hann til Struer við Limafjörð og kaupir þar herragarð, Strandbjerggárd. Þangað heimsótti Greta Emmu, vinkonu sína og leiksystur frá Vestmannaeyjum. Það var árið 1923 og Greta illa haldin af hettusótt! Með þeim hjónum, Jóhanni Reyndal og Halldóru Kristjánsdóttur, er alltaf í för Sigríður Kristjánsdóttir, systir Dóru og mágkona Jóhanns. Þegar Dóra, móðir Emmu, deyr frá henni fimm ára gamalli, árið 1922, gengur Sigríður móðursystir hennar — alltaf kölluð „Tanta“ — henni í móðurstað. Þær skildu ekki fyrr en Tanta dó 1955. Emma bjó lengst á Akranesi, lést 15. okt. 2001. Hún giftist þar Guðna Eyjólfssyni skipstjóra; þau eignuðust þrjú börn. Emma rækti vel samband við venslafólk sitt í Eyjum, Þórarin Guðjónsson á Kirkjubæ (Tóta), Jórunni, konu Guðmundar Guðjónssonar frá Oddsstöðum (Jóku í Presthúsum), Þórdísi í Svanhól, konu Sigurðar Bjarnasonar (oft kenndur við Hlaðbæ), Edvin Jóelsson („Góa“), sem ólst upp hjá Höllu og Guðjóni, og þau systkini öll, svo og að sjálfsögðu fjölskyldu Magnúsar Bergssonar bakara.
Ekki er vitað hvers vegna Jóhann Reyndal selur eignir sínar í Eyjum og flyst til Danmerkur 1920; eitthvað mun útgerð Emmu hafa gengið brösótt og vélin var alltaf í ólagi. Kannski var hann orðinn nógu efnaður til að láta drauma sína rætast, að verða herragarðseigandi í Danmörku. Það virðist mikil ólga í blóði hans og hann stendur ekki lengi við á hverjum stað. Sigurður Thoroddsen verk-fræðingur, sem var í sumardvöl hjá Reyndalsfjölskyldunni í Eyjum 1914, gefur skemmtilega lýsingu á Reyndal bakara í ævisögu sinni. Sem verkfræðistúdent í Danmörku heimsótti Sigurður fjölskylduna á ný á herragarðinn í Struer 1922, skömmu eftir andlát Dóru. Hann lýsir búskapnum, sem var umsvifamikill, og lýsir Reyndal svo: „Reyndal var í meðallagi á hæð, hnellinn og samanrekinn. Skapgóður og gamansamur. Hálfsköllóttur var hann, ljóseygur og augun útstæð. Dugnaðarforkur var hann til vinnu, því kynntist ég vel í Vestmannaeyjum. Hann virtist hafa kvenhylli, þótt ekki væri hann fríður maður að mínu mati.“
Ekki varð búgarðsævintýri Reyndals langt því að hann fluttist á ný til Íslands 1926 og með honum Emma og Tanta. Hann settist að á Akranesi og tók til við iðn sína, setti upp og rak bakarí þar um tíma, fluttist svo til Reykjavíkur. Hann giftist á ný árið 1934, meðan hann var á Akranesi, Guðrúnu Benediktsdóttur. Hún var systir Guðmundar Benediktssonar, borgargjaldkera í Reykjavík, sem var giftur Þórdísi Vigfúsdóttur, einni systurinni frá Holti. Þórdís Vigfúsdóttir og Emma Reyndal voru systradætur. — Jóhann Reyndal bjó hér á landi eftir þetta, rak bakarí, síðast í Reykjavík þar sem hann dó haustið 1971.

Óskar: Aflaskipstjóri í Bókabúðinni.
En víkjum á ný að Jómsborgarfólki.
Enginn veit hvað fyrir Óskari Johnson hefði legið ef hann hefði fundist og farið með móður sinni til Kaupmannahafnar fimm ára gamall árið 1920. Hann ólst upp hjá föður sínum, afa og ömmu í Jómsborg í Vestmannaeyjum. Og þá var meira en líklegt að hann fyndi kröftum sínum stað í bjargræðisvegi Eyjamanna, fiskveiðum. Hann fór ungur á sjó, er skráður á Kára 1931, 15 ára gamall, er síðan á Herjólfi og fleiri bátum. Hann tók minna vélstjórapróf 1934 og sama ár minna skipstjórapróf, hvort tveggja í Eyjum. Hann var mótoristi nokkrar vertíðir á Gulltoppi með Binna í Gröf, sennilega 1935-1938. Óskar verður svo „formaður“, fyrst á Gullveigu 1939-1941, bát sem Sæmundur föðurbróðir hans gerði út. Óskari gekk vel svo að Einar Sigurðsson lætur smíða undir hann nýjan bát, Tý, besta skip flotans á þeim tíma, og var hann með þann bát í þrjár vertíðir. Óskar fór í Stýrimannaskólann, líklega eftir síldarúthaldið á Gullveigu 1941, og lauk fiskimannaprófi hinu meira árið 1942. Meðan hann var í skólanum bjó hann hjá Tómasi Jónssyni kjötkaupmanni („Kjötbúð Tómasar“) og konu hans, Sigríði Sighvatsdóttur, sem var frænka Óskars (afasystir). Óskar sigldi á Bretland í stríðinu, eftir að hann hafði lokið „skólanum“, var stýrimaður á Sæfinni NK 76 frá Norðfirði, rúmlega 100 tonna bát. Honum gekk líka vel á síldveiðum.
Þannig blasti við að Óskar yrði í fremstu röð formanna í Eyjum, kannski stórútgerðarmaður með sama framhaldi, en aðeins fáum árum eftir að hann lauk skólanum, sennilega 1946, söðlar hann um, þessi farsæli og duglegi skipstjóri, hættir sjómennsku um þrítugt og gerist verslunarmaður hjá föður sínum í Bókaverslun Þorsteins Johnsonar. Sjálfsagt hefur faðir hans viljað búa hann undir að taka við forretningunni sem var næsta blómleg, eina bóka- og ritfangaverslunin í þessum stóra bæ, og stóð af sér allar samkeppnistilraunir, auk góðra heildsöluumboða (kaffi, smjörlíki, sælgæti o.fl.). Þannig hafði gamli maðurinn sjálfur haft það, horfið af sjónum á góðum aldri og tekið við verslunarrekstri af föður sínum. Og svo fór auðvitað að þetta varð annað lífsstarf Óskars, hann rak bókaverslunina og heildsöluna, fyrst með föður sínum og svo einn fram að gosi, með miklum myndarbrag. Í búðinni fengust bækur, ritföng og skór (m.a. klofstígvél), dönsku blöðin (og ensku) og sjókort. Óskar var aðsjáll, stundum dálítið hvumpinn við okkur krakkaskrílinn sem hékk í búðinni eða á gluggunum, en hann var traustur og greiðvikinn við sína viðskiptavini. Sagt er að hann hafi jafnan verið fyrstur bóksala á landinu til að gera upp við forlögin eftir jólavertíðina, strax um áramót! Bára Sigurðardóttir frá Bólstað vann í bókabúðinni upp úr stríði og sagði að þar hefði verið gott að vinna, góður andi og vel gert við starfsfólk. Annars var Óskar glaðlegur í framkomu, en dulur um eigin hagi. Hann var alla tíð kvikur á fæti, göngumaður mikill og vel á sig kominn. Hann varð fyrsti stakkasundsmeistari Vestmannaeyja 1936.
Óskar giftist 1935 Sigríði Jónsdóttur frá Steig í Mýrdal. Hún vann lengi í bókaversluninni. Þau slitu hjúskap sínum eftir nær 40 ára samvistir. Þau bjuggu fyrst í Jómsborg, en fluttust síðar á Hilmisgötu. Guðbjörg Bergmundsdóttir, móðursystir mín, var í vist í Jómsborg hjá þeim hjónum þegar elsta barn þeirraa fæddist og líkaði vel. Hún veitti því eftirtekt hve vel birg þau voru af alls kyns dönskum varningi sem ekki fékkst á venjulegum heimilum í bænum á þeim tíma. Um miðjan sjöunda áratuginn keyptu þau verslunar- og íbúðarhúsið Heiðarveg 9, þar sem bókaverslunin er núna, bjuggu uppi en höfðu verslun niðri; og var svo fram að gosi. Um tíma var líka „útibú“ frá bókaversluninni á jarðhæðinni á Strandbergi við Strandveg. Í gosinu bjuggu Óskar og Sigga fyrst hjá dóttur sinni og tengdasyni í Garðabæ en reistu sér svo þar hús og bjuggu þar þangað til leiðir skildi. Þau héldu áfram bóksölu í Reykjavík eftir gosið, Bókahúsið hét búðin, en Óskar hvarf frá því við skilnaðinn. Sambýliskona Óskars síðustu árin var Jóhanna Þ. Matthíasdóttir frá Fossi á Síðu. Hann vann síðustu starfsár sín hjá Heildversluninni O. Johnson og Kaaber sem hann hafði haft umboð fyrir lengi í Eyjum. Hann lést í Reykjavík árið 1999. 84 ára að aldri.
Óskar var lipur veiðimaður, veiddi lunda og seldi bæjarbúuum, en Sigríður, kona hans, reytti fuglinn. — Hann var mikill safnari og átti gott bókasafn, einkum um þjóðleg fræði; á endanum keypti Guðmundur Axelsson í Klausturhólum safnið.
Eins og að líkum lætur var Óskar bóksali með hugann við aflabrögð og sjómennsku þegar dró fram á vertíð. Hann brá sér þá oft í gönguferð á bryggjurnar til að fylgjast með. Einhverju sinni, stuttu eftir að hann hætti á sjónum, var hann staddur í Verkamannaskýlinu á Básaskersbryggju að fá fréttir. Þar var þá líka staddur Markús í Fagurhól Sæmundsson. Hann var frá Nikulásarhúsum í Fljótshlíð, bróðir Sigurðar á Hallormsstað og Nínu myndhöggvara. Friðrik á Löndum, sem þá var unglingur, segist hafa heyrt Markús kalla til Óskars að það væri undrunarefni að svo aflasæll maður, fyrirmyndarformaður, hætti sjómennsku á besta aldri. Óskar svaraði engu, brosti og fór sína leið.

Þorsteinn Johnson:
Fyrsti vélstjóri Eyjaflotans.
Þorsteinn Johnson, faðir Óskars, var fæddur undir Vestur-Eyjafjöllum 10. ágúst 1884. Hann flyst með föður sínum til Eyja 1897 og byrjar þar sjómennsku um leið og hann hefur krafta til. Hann varð fljótt samverkamaður Þorsteins í Laufási, fór með honum til sjóróðra austur á land (Seyðisfjörð t.d.) á fyrstu árum aldarinnar og er á sexæringnum Ísak þegar sú mikla ákvörðun er tekin um páskana 1905 að festa kaup á vélbát sem síðar hlaut nafnið Unnur. Þeir áttu bátinn saman nafnarnir, Þorsteinn í Laufási og Þorsteinn í Jómsborg, Geir Guðmundsson, síðar á Geirlandi, Friðrik Svipmundsson, síðar á Löndum, og Þórarinn Gíslason á Lundi, mágur Þorsteins í Laufási. Unnur fór í fyrsta róður 3. febr. 1906, daginn eftir kyndilmessu, og kom með um 300 fiska að landi þann dag. Unnur var 33 feta bátur, mældur 7,23 tonn, og var með 8 ha. Danvél. Þorsteinn í Jómsborg var ráðinn vélstjóri, sá fyrsti í Eyjaflotanum. Þorsteinn í Laufási segir í bók sinni „Aldahvörf í Eyjum“ að þeir hafi verið svo heppnir að Halldór Guðmundsson raffræðingur úr Mýrdal, nýkominn frá námi erlendis, hafði brugðið sér til Eyja til að gifta sig, en hann var annálaður vélamaður. Tók hann þá félaga á vikunámskeið í að hirða um vélar með þeim árangri að vélin bilaði aldrei alla vertíðina, og máttu það heita mikil undur. Enda gat nú enginn, sem fékkst við útgerð í Eyjum, efast um hver framtíðin í þeim atvinnuvegi yrði. Næstu vertíð, 1907, voru gerðir út 22 vélbátar, 1908 um 40 og 1909 um 50 vélbátar.
Oftast er Unnur talin fyrsti vélbáturinn sem kom til Eyja. Það mun hins vegar ekki vera alls kostar rétt. Mótorbáturinn Eros („Rosi“) kom til Eyja 1904 en hann var ekki notaður til fiskveiða. Fyrsti vélknúni fiskibáturinn mun svo vera Knörr VE 78 sem kom til heimahafnar 5. sept. 1905. Það var Sigurður Sigurfinnsson, faðir Einars ríka, sem keypti bátinn í Noregi, 14 tonn að stærð. Hann fór á honum með seglum einum saman til Fredrikshavn í Danmörku þar sem vélin var sett í hann. Hún var aðeins 8 ha. (Dan-vél). Sigurður sigldi Knerri til Eyja og varð þannig fyrstur til að sigla vélbát yfir úthafið. Unnur kom fjórum dögum seinna til Eyja, 9. sept. 1905, með eimskipinu Laura. Útgerð Knarrar gekk ekki vel, vélin reyndist of lítil fyrir bátinn. Þorsteinn í Laufási hlýtur því að teljast „brautryðjandi“ vélbátaútgerðar í Vestmannaeyjum eins og nafni hans í Jómsborg kemst að orði í blaðinu Víkingi 1955.
Áraskipin, hin aldagamla hefð róðrarskipa við Eyjar, hurfu úr sögunni á nokkrum árum. Stærri skipin, tíæringar og áttæringar, hverfa fyrst, segir Gísli á Bessastöðum, en sexæringar halda lengur velli. Ólafur Ástgeirsson í Litla-Bæ smíðar sexæringa 1913 og 1914 og þeir bræður, Ólafur og Kristinn, róa þessum skipum fram yfir 1920 og eru taldir síðustu áraskipaformenn á vetrarvertíð í Eyjum. Vertíðina 1916 er talið að 12 áraskip séu enn gerð út. Vorbátarnir gengu lengur, fram undir 1930.
Þorsteinn í Jómsborg hefur kynnst sjómennsku fyrst við Eyjafjallasand



?


I



Skipshöfnin á Gulltoppi VE 321 1936. Sitjandi (frá vinstri): Hákon Maríusson frá Húsavík, Benoný Friðriksson frá Gröf, formaður, Oskar Þ. Johnson, vélstjóri, og Valgeir Olafsson. Standandi (frá vinstri): Þórður Olafsson (bróðir Vaigeirs), Hjörtur Gunnlaugsson, Steinn Einarsson, óþekktur og Alfreð Benediktsson. A flöskurn er Bitter-brennivín!

fram á vertíð. Hann brá sér þá oft í gönguferð á bryggjurnar til að fylgjast með. Einhverju sinni, stuttu eftir að hann hætti á sjónum, var hann stadd-ur í Verkamannaskýlinu á Básaskersbryggju að fá fréttir. Þar var þá líka staddur Markús í Fagurhól Sæmundsson. Hann var frá Nikulásarhúsum í Fljótshlíð, bróðir Sigurðar á Hallormsstað og Nínu myndhöggvara. Friðrik á Löndum, sem þá var unglingur, segist hafa heyrt Markús kalla til Óskars að það væri undrunarefni að svo aflasæll maður, fyrirmyndar-formaður, hætti sjómennsku á besta aldri. Oskar svaraði engu, brosti og fór sína leið. Þorsteinn Johnson: Fyrsti vélstjóri Eyjaflotans. Þorsteinn Johnson, faðir Oskars, var fæddur undir Vestur-Eyjafjöllum 10. ágúst 1884. Hann flyst með föður sínum til Eyja 1897 og byrjar þar sjómennsku um leið og hann hefur krafta til. Hann varð fljótt samverkamaður Þorsteins í Laufási, fór með honum til sjóróðra austur á land (Seyðisfjörð t.d.) á fyrstu árum aldarinnar og er á sexæringnum Isak þegar sú mikla ákvörðun er tekin um páskana 1905 að festa kaup á vélbát sem síðar hlaut nafnið Unnur. Þeir áttu bátinn saman nafnarnir, Þorsteinn í Laufási og Þorsteinn í Jómsborg, Geir Guðmundsson, síðar á Geirlandi, Friðrik Svip-mundsson, síðar á Löndum, og Þórarinn Gíslason á Lundi, mágur Þorsteins í Laufási. Unnur fór í fyrsta róður 3. febr. 1906, daginn eftir kyndil-messu, og kom með um 300 fiska að landi þann dag. Unnur var 33 feta bátur, mældur 7,23 tonn, og var með 8 ha. Danvél. Þorsteinn í Jómsborg var ráðinn vélstjóri, sá fyrsti í Eyjaflotanum. Þorsteinn í Laufási segir í bók sinni „Aldahvörf í Eyjum" að þeir hafi verið svo heppnir að Halldór Guðmunds-son raffræðingur úr Mýrdal, nýkominn frá námi erlendis, hafði brugðið sér til Eyja til að gifta sig, en hann var annálaður vélamaður. Tók hann þá félaga á vikunámskeið í að hirða um vélar með