Sigurður Sigurðsson (Túni)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 24. október 2016 kl. 18:33 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 24. október 2016 kl. 18:33 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Ný síða: '''Sigurður Sigurðsson''' í Túni, bóndi fæddist 24. júní 1863 og lést 12. mars 1906.<br> Foreldrar hans voru Sigurður Björnsson bóndi í Gíslakoti u. Eyja...)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Sigurður Sigurðsson í Túni, bóndi fæddist 24. júní 1863 og lést 12. mars 1906.
Foreldrar hans voru Sigurður Björnsson bóndi í Gíslakoti u. Eyjafjöllum, síðar vinnumaður í Ytri-Skógum þar, f. 11. júní 1834, d. 6. mars 1890, og Jórunn Ögmundsdóttir frá Rauðafelli u. Eyjafjöllum, vinnukona, f. 1835 í Eyvindarhólasókn, á lífi 1890 í Eyvakoti í Stokkseyrarsókn.

Sigurður var niðursetningur í Lambhúskoti u. Eyjafjöllum 1870, vinnumaður á Lambhúshól þar 1880.
Þau Þorbjörg giftust 1889, eignuðust 6 börn, en misstu tvö þeirra ung.
Sigurður bjó á Lambhúshól 1890 með Þorbjörgu og þremur börnum þeirra, en Jórunn fæddist þar 1895.
Sigurður var kvæntur vinnumaður í Ytri-Skála 1901. Þá var Þorbjörg gift húskona í Vesturholtum með barnið Jórunni Sigurðardóttur sex ára hjá sér, Sveinn var vinnumaður á Efri-Hól, Sigurbjörg var 12 ára hjú á Efri-Kvíhólma.
Þorbjörg var ráðskona Gísla Jónssonar bónda í Ysta-Skála 1910. Sveinn, Sigurbjörg og Jórunn voru þar vinnandi.
Sigurður eignaðist Guðlaug með Guðbjörgu Guðlaugsdóttur á Lambhúshól 1901. Hún fluttist með Guðlaug til Eyja 1902, en Sigurður flutti 1903. Þau bjuggu í Laufási 1904 og í Túni 1905 og 1906.
Þau eignuðust Sæunni Guðbjörgu 1904, Elínu 1905. Sigríður Benónía fæddist eftir lát Sigurðar 1906.

I. Kona Sigurðar, (1889, slitu samvistir), var Þorbjörg Sveinsdóttir húsfreyja, síðar ráðskona í Ysta-Skála, f. 3. ágúst 1855, d. 26. mars 1924.
Börn þeirra hér:
1. Sveinn Sigurðsson bóndi á Núpi u. Eyjafjöllum, f. 29. ágúst 1886, d. 7. desember 1947.
2. Sigurbjörg Sigurðardóttir vinnukona, f. 22. desember 1888, d. 5. mars 1915.
3. Sigurður Sigurðsson verkamaður á Rafnseyri 1920, á Löndum 1930, f. 31. ágúst 1890, d. 23. apríl 1973.
4. Jórunn Sigurðardóttir húsfreyja í Ysta-Skála, f. 10. ágúst 1895, d. 11. janúar 1983.

II. Sambýliskona Sigurðar var Guðbjörg Guðlaugsdóttir húsfreyja, f. 30. ágúst 1874 á Sperðli í V-Landeyjum, d. 17. febrúar 1965.
Börn þeirra voru
1. Guðlaugur Sigurðsson á Rafnseyri, síðar húsasmiður í Reykjavík, f. 28. mars 1901 á Lambhúshól, d. 22. júní 1975.
2. Sæunn Guðbjörg Sigurðardóttir, f. 18. september 1904, d. 19. desember 1926. Hún var í fóstri hjá Guðríði Bjarnadóttur húsfreyju í Sjólyst 1910 og 1920.
3. Elín Sigurðardóttir vinnukona á Hvoli, f. 27. október 1905 í Túni, d. 5. júní 1923.
4. Sigríður Benónía Sigurðardóttir húsfreyja, f. 16. nóvember 1906, síðast í Reykjavík, d. 13. september 1988.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.