Sigurður Ó. Sigurjónsson

From Heimaslóð
Revision as of 14:12, 6 May 2024 by Viglundur (talk | contribs)
(diff) ← Older revision | Latest revision (diff) | Newer revision → (diff)
Jump to navigation Jump to search

Sjá aðgreiningarsíðuna fyrir aðra sem hafa borið nafnið „Sigurður Sigurjónsson


Sigurður í brúnni.

Sigurður Óli Sigurjónsson fæddist 24. janúar 1912 og lést 16. júní 1981. Foreldrar hans voru Sigurjón Sigurðsson fisksali og Kristín Óladóttir. Hann bjó á Þingeyri við Skólaveg 37 frá 1930 til 1954. Þá flutti hann í hús sitt sem hann hafði byggt á Boðaslóð 15.

Sigurður lauk minna skipstjóraprófi 1939 og vélstjóraprófi.
Hann var til sjós frá 1926, skipstjóri frá 1935-1975, lengst með Freyju VE 260, í 15 ár, hafði þá verið með mb. Freyju, minni bát.

Kona Sigurðar var Jóhanna Kristín Helgadóttir húsfreyja, f. 9. október 1915, d. 7. október 2000.
Börn þeirra:
1. Þóra, f. 20. apríl 1935, gift Ástvaldi Bern Valdimarssyni.
2. Kristín, f. 8. mars 1937, gift Runólfi Runólfssyni.
3. Ásta Sigurðardóttir, f. 2. mars 1942, gift Kjartani Guðfinnssyni.
4. Þráinn Sigurðsson, f. 9. ágúst 1946. Fyrrum kona hans Ingunn Elín Hróbjartsdóttir.
5. Sigurjón Sigurðsson, f. 3. september 1952, kvæntur Þóru Björk Ólafsdóttur.

Sigurður var formaður með mótorbátinn Freyju.

Óskar Kárason samdi formannavísu um Sigurð:

Freyju Siggi Sigurjóns
siglir hryggi Ránar,
þó að briggið báru lóns
bylgjur þiggi fránar.

Óskar samdi seinna aðra vísu um hann:

Sigurður haf við hagur,
heppinn Sigurjóns greppur,
Freyju sá vart mun vægja,
víðir þó stag0nd hýði.
Siglir greitt rugg í rugli,
ryður þorsk-net í iðinn.
Hugmikill Baldur bauga
bundinn er veiði lunda.

Myndir


Heimildir

  • Óskar Kárason. Formannavísur. Vestmannaeyjum, 1950.
  • Óskar Kárason. Formannavísur II. Vestmannaeyjum, 1956.