Sigríður Jónsdóttir (Ási)

From Heimaslóð
Revision as of 10:45, 5 January 2017 by Viglundur (talk | contribs)
(diff) ← Older revision | Latest revision (diff) | Newer revision → (diff)
Jump to navigation Jump to search


Sigríður Jónsdóttir húsfreyja í Ási fæddist 27. apríl 1877 og lést 3. desember 1941.
Foreldrar hennar voru Jón Ingimundarson skipasmiður og útvegsmaður í Mandal, f. 3. ágúst 1856, d. 21. apríl 1937, og kona hans Sigríður Guðný Guðmundsdóttir húsfreyja, f. 22. apríl 1857, d. 12. maí 1914.

Sigríður var þriggja ára hjá foreldrum sínum á Löndum 1880, með þeim í Mandal 1890.
Þau Stefán giftust 1899. Við manntal 1901 var hún í Hlíðarhúsi með Stefáni manni sínum og barninu Gústaf þriggja ára. 1910 voru þau í Ási með börnin Gústaf 11 ára, Jón 6 ára, Guðmund 5 ára og Stefaníu 3 ára.
Þau Stefán byggðu húsið Ás við Kirkjuveg.
Við manntal 1920 voru þau í Ási með barnahópinn: Gústaf er kvæntur og býr í húsinu, Guðmundur er 15 ára, Stefanía 3 ára, Gísli 8 ára, Anders 4 ára, Árni er 1 árs.
Þau Stefán fluttust að Sigríðarstöðum í Stórhöfða. Þar ráku þau veitingasölu.
Sigríður lést 1941.

Maður Sigríðar var Stefán Gíslason útgerðarmaður og formaður, veitingamaður og brauðgerðareigandi frá Hlíðarhúsi, 6. ágúst 1876, d. 11. janúar 1952.

Börn þeirra voru:
1. Gústaf Stefánsson, f. 22. ágúst 1899, d. 24. janúar 1943.
2. Gísli Stefánsson, f. 26. október 1902, d. 2. maí 1910.
3. Jón Ingimundarson Stefánsson, f. 12. maí 1904, d. 6. júní 1969.
4. Guðmundur Stefánsson, f. 20. júní 1905, d. 31. ágúst 1980.
5. Stefanía Stefánsdóttir, f. 1. júní 1907, d. 1. maí 1924.
6. Sofia Lisebet Stefánsdóttir, f. 31. desember 1908, d. 5. nóvember 1910.
7. Gísli Stefánsson, f. 12. janúar 1912, d. 7. september 1987.
8. Hálfdán Stefánsson, f. 23. október 1914, d. 23. október 1918.
9. Anders Stefánsson, f. 29. nóvember 1916, d. 3. september 1981.
10. Árni Stefánsson, f. 11. október 1919, d. 8. mars 1994.
11. Ágúst Stefánsson, f. 8. ágúst 1923, d. 28. mars 2012.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.