Ritverk Árna Árnasonar/Einar Bjarnason (Dölum)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 29. júlí 2013 kl. 16:48 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 29. júlí 2013 kl. 16:48 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Ný síða: '''Einar Bjarnason''' frá Dölum, fæddist 13. apríl 1861 í Eyjum og lést í Bandaríkjunum 29. maí 1911.<br> Foreldrar hans voru [[Bjarni Bjarnason (Dölum)|Bjarni Bj...)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Einar Bjarnason frá Dölum, fæddist 13. apríl 1861 í Eyjum og lést í Bandaríkjunum 29. maí 1911.
Foreldrar hans voru Bjarni Bjarnason bóndi í Dölum, f. 12. maí 1828 og kona hans Margrét Guðmundsdóttir húsfreyja, f. 1833.

Þau hjón Einar og Steinvör voru vinnufólk á Vilbogarstöðum eystri 1870, bændahjón á Búastöðum 1890. Þau fóru til Vesturheims með þrjú börn sín 1891, frá Búastöðum.
Einar var bróðir Guðríðar Bjarnadóttur í Sjólyst, f. 22. ágúst 1855, d. 15. febrúar 1931, móður Tómasar M. Guðjónssonar.
Kona Einars var Steinvör Lárusdóttir hreppstjóra á Búastöðum Jónssonar og konu hans Kristínar Gísladóttur frá Pétursey í Mýrdal.
Börn þeirra við brottför:
1. Gísli Jóhann, f. 1886.
2. Kristín Ingunn, f. 1889.
3. Lárus Einar, f. 1891.


Heimildir

  • Eyjar og úteyjalíf – Úrval verka Árna Árnasonar símritara frá Grund. Sögufélag Vestmannaeyja í samstarfi við Safnahús Vestmannaeyja 2012.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Vesturfaraskrá 1870-1914. Júníus H. Kristinsson. Sagnfræðistofnun Háskóla Íslands 1983.