Oktavía Guðmundsdóttir (Reynistað)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Oktavía Guðmundsdóttir, (skráð Oktovina við skírn), húsfreyja á Reynistað fæddist 18. maí 1882 og lést 29. september 1960.
Foreldrar hennar voru Guðmundur Jónsson bóndi í Skálakoti u. Eyjafjöllum, síðar vinnumaður á Neðri-Þverá í Fljótshlíð, f. 24. nóvember 1847, d. 1906, og kona hans Guðlaug Sigurðardóttir húsfreyja, síðar á Jaðri, f. 24. júlí 1851, d. 30. ágúst 1939.

Systkini Oktavíu í Eyjum voru:
1. Þorlákur Guðmundsson skósmiður í Dal, f. 28. júní 1886, d. 9. maí 1978.
2. Guðný Guðmundsdóttir húsfreyja á Minni-Núpi f. 29. mars 1890, d. 25. desember 1985.

Oktavía var vinnukona í Múlakoti í Fljótshlíð 1901. Hún eignaðist Harald á því ári.
Þau Þorkell fluttust til Eyja 1906 og fengu inni í Garðinum, giftu sig á því ári. Þau voru í Sjóbúð 1907, voru húsfólk á Vegamótum 1908-1912.
Þau höfðu fengið byggingu fyrir Reynistaðarlóðinni 1911. Þar bjuggu þau 1912 til 1937, er þau fluttust til Reykjavíkur.

Maður Oktavíu, (9. desmber 1906), var Þorkell Sæmundsson sjómaður, útgerðarmaður og síðar múrari, f. 27. september 1878, d. 2. maí 1963.
Börn þeirra hér:
1. Haraldur Þorkelsson járnsmiður, f. 23. september 1901 í Fljótshlíð, d. 13. september 1991.
2. Guðmundína Lilja Þorkelsdóttir húsfreyja, f. 4. júní 1908 á Vegamótum, síðast í Reykjavík, d. 9. júlí 1995.
3. Ágústa Olga Þorkelsdóttir húsfreyja, f. 25. ágúst 1909 á Vegamótum, d. 14. nóvember 2003.
4. Ísleifur Þorkelsson innheimtumaður, f. 6. desember 1915 á Reynistað, d. 16. ágúst 1987.
5. Þórarinn Júlíus Þorkelsson húsgagnasmiður, f. 18. maí 1917 á Reynistað, d. 12. júlí 1988.
6. Skúli Þorkelsson rakari, f. 27. júlí 1921 á Reynistað, d. 10. febrúar 2003.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Múraratal og steinsmiða 1-2. Þorsteinn Jónsson, Brynjólfur Ásmundsson. Þjóðsaga 1967 og 1993.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.