„Oddný Þórðardóttir (Vilborgarstöðum)“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
(Ný síða: '''Oddný Þórðardóttir''' húsfreyja á Vilborgarstöðum fæddist 1814 og lést 1888 í Vesturheimi.<br> Foreldrar hennar voru Þórður Bjarnason bóndi í ...)
 
m (Verndaði „Oddný Þórðardóttir (Vilborgarstöðum)“ (‎[edit=sysop] (ótiltekinn)))
(Enginn munur)

Útgáfa síðunnar 26. ágúst 2014 kl. 12:41

Oddný Þórðardóttir húsfreyja á Vilborgarstöðum fæddist 1814 og lést 1888 í Vesturheimi.
Foreldrar hennar voru Þórður Bjarnason bóndi í Unhól í Djúpárhreppi, f. 1748 á Grafarbakka í Hrunamannahreppi, d. 13. nóvember 1830, og fjórða kona hans Halldóra Jónsdóttir húsfreyja, f. 1774, d. 16. júlí 1846.

Oddný var með foreldrum sínum í Unhól 1816, var vinnukona í Skipagerði í Landeyjum 1835.
Hún var gift vinnukona á Kálfsstöðum í Landeyjum 1840 og þar var Magnús kvæntur vinnumaður.
1845 var hún gift vinnukona í Bakkakoti minna á Rangárvöllum með son sinn Þórð hjá sér.
1850 voru þau Magnús grashúsfólk í Galtarholti á Rangárvöllum og Þórður var með þeim.
Hún ól Jóhönnu 1850 og Sigurð 1851.
Þau fluttust að Vilborgarstöðum 1851 með Jóhönnu.
Sigurður kom til Eyja úr Oddasókn 1852 og þá tökubarn að Kirkjubæ. 1853 var hann kominn til þeirra.
Þau bjuggu á Vilborgarstöðum meðan Magnúsi entist líf, en Oddný bjó síðan ekkja þar og enn 1873, þá með börnum sínum Sigurði, Jóhönnu og fjölskyldu og Oddnýju og fjölskyldu hennar.
1874 fluttist hún með Sigurði, Jóhönnu, Jóhannesi manni hennar og börnum þeirra til Kaupmannahafnar samkv. skrám, en Oddný fór til Kaupmannahafnar 1875.
1880 var hún á heimili Oddnýjar dóttur sinnar í Vestdal í Seyðisfirði og fór með fjölskyldu hennar til Winnipeg 1888. Einnig var í för Jóhanna dóttir hennar, gift kona án eiginmanns, og henni fylgdu tvö yngstu börn hennar, Þorlákur og Jóhannes. Oddný lést á því ári.

Maður Oddnýjar var Magnús Pálsson bóndi á Vilborgarstöðum, f. 23. júlí 1816, d. 13. nóvember 1869.
Börn þeirra hér:
1. Þórður Magnússon, f. um 1841. Hann var með foreldrum sínum 1850.
2. Jóhanna Magnúsdóttir húsfreyja, f. 1850. Hún fluttist til Vesturheims.
3. Sigurður Magnússon bóndi í Vanangri, f. 22. mars 1851, d. 2. júní 1879.
4. Oddný Magnúsdóttir húsfreyja og ljósmóðir, f. 1853. Hún fluttist til Vesturheims.
5. Magnús Magnússon, f. 11. janúar 1859, d. 17. janúar 1859 úr ginklofa.
.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Holtamannabók III –Djúpárhreppur. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjórn: Ragnar Böðvarsson. Rangárþing ytra 2010.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.
  • Vesturfaraskrá 1870-1914. Júníus H. Kristinsson. Sagnfræðistofnun Háskóla Íslands 1983.