Nýtt líf

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Kvikmyndin "Nýtt líf" er fyrsta myndin af þriggja mynda seríu sem Þráinn Bertelsson skrifar og leikstýrir. Myndin var gerð 1983 og hefur hún verið sýnd í Ríkissjónvarpinu og einnig hefur hún verið gefin út á DVD. Með aðalhlutverk fara Eggert Þorleifsson og Karl Ágúst Úlfsson, en einnig koma fram m.a. Elva Ósk Ólafsdóttir, Sveinn Tómasson og Eiríkur Sigurgeirsson. Tónlistarflutningur Bjarkar Guðmundsdóttur á er ógleymanlegur í myndinni.

Nýtt líf

Myndin fjallar um tvo vini, Þór og Danna, sem ákveða að hefja nýtt líf í Vestmannaeyjum og ráða sig til starfa við fiskvinnslu á fölskum forsendum, en lenda í mörgum skemmtilegum uppákomum og kynnast mjög athyglisverðum persónum á meðan á dvöl þeirra í Eyjum stendur. Eru margar persónurnar löngu orðnar þjóðþekktar og kannast lang flestir við Víglund verkstjóra, ungfrú Snæfells- og Hnappadalssýslu, Maríu Lundadóttur og skipstjórann hjátrúarfulla.