Margrete Elenore Bech (Garðinum)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 22. febrúar 2015 kl. 19:37 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 22. febrúar 2015 kl. 19:37 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Ný síða: '''Margrete Elenore Beck''', fædd Elleby, húsfreyja í Kornhól, fæddist 1809. Hún fluttist til Eyja 1835 og giftist Sören 1836. Þau dvöldu í Eyjum til ársin...)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Margrete Elenore Beck, fædd Elleby, húsfreyja í Kornhól, fæddist 1809.

Hún fluttist til Eyja 1835 og giftist Sören 1836. Þau dvöldu í Eyjum til ársins 1843.
Margrete ól 7 börn í Eyjum, eitt fæddist andvana og fjögur dóu í bernsku, þar af a.m.k. eitt úr ginklofa.
Þau hjónin fluttust til Danmerkur 1843 með tvö börn.
Börn þeirra hér voru:
1. Andvana fætt meybarn 20. mars 1836.
2. Lovise Teresia, f. 10. maí 1837, á lífi 1843.
3. Ludvig Hendrick Thorvald, f. 4. desember 1838, d. 13. desember 1838 úr ginklofa.
4. Esper Ludvig Hakon Beck, f. 28. október 1839, fór með foreldrum sínum ti Kaupmannahafnar 1843.
5. Eleonore Henrike, f. 2. nóvember 1840, d. 7. nóvember 1840 úr ginklofa.
6. Carl Hendrik, f. 15. apríl 1842, d. 1. júní 1842.
7. Níels Hendrik Thorkelin, f. 6. maí 1843, ekki á skrá við brottför fjölskyldu 1843, líklega dáið ungur.


Heimildir