„Magnús Jakobsson“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
 
Lína 1: Lína 1:
[[Mynd:Blik 1967 274.jpg|thumb|250px|Magnús]]
[[Mynd: 1967 b 274 A.jpg|thumb|400px|''Magnús Jakobsson.'']]


'''Magnús Jakobsson''', [[Skuld]], fæddist 16. september 1903 í Breiðuhlíð í Mýrdal og lést 7. febrúar 1970.  
'''Magnús Jakobsson''', [[Skuld]], fæddist 16. september 1903 í Breiðuhlíð í Mýrdal og lést 7. febrúar 1970.  

Núverandi breyting frá og með 4. júlí 2011 kl. 14:46

Magnús Jakobsson.

Magnús Jakobsson, Skuld, fæddist 16. september 1903 í Breiðuhlíð í Mýrdal og lést 7. febrúar 1970.

Árið 1926 fluttist hann til Vestmannaeyja og var háseti á Síðuhalli hjá Guðjóni Valdasyni og síðar vélamaður. Formennsku hóf hann á Skallagrími árið 1940 og var Magnús með hann í áratug. Eftir það hætti Magnús sjómennsku og fór að stunda vélasmíði.

Óskar Kárason samdi formannavísu um Magnús:

Hér skal mætan Magnús Jakk
meður köppum telja.
Lengi sá með báru blakk
búinn er að dvelja.

Sjá einnig



Heimildir

  • Óskar Kárason. Formannavísur. Vestmannaeyjum, 1950.
  • Sjómannablaðið Víkingur. Farmanna- og Fiskimannasamband Íslands.