Magnús Ólafsson (Vilborgarstöðum)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 15. apríl 2013 kl. 11:43 eftir Víglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 15. apríl 2013 kl. 11:43 eftir Víglundur (spjall | framlög) (Ný síða: '''Magnús Ólafsson''' sjómaður á Vilborgarstöðum fæddist 1801 og lést 9. júlí 1851.<br> Faðir hans var Ólafur bóndi á Arngeirsstöðum í Fljótshlí...)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Magnús Ólafsson sjómaður á Vilborgarstöðum fæddist 1801 og lést 9. júlí 1851.
Faðir hans var Ólafur bóndi á Arngeirsstöðum í Fljótshlíð 1801, f. 1769, d. 19. febrúar 1815, Diðriksson bónda í Fíflholtshjáleigu í V-Landeyjum og Ámundakoti í Fljótshlíð, f. 1737, d. 6. nóvember 1819, Þórðarsonar bónda í Eystri-Fíflholtshjáleigu, f. 1714, d. 27. ágúst 1785, Diðrikssonar, og ókunnrar konu.
Móðir Ólafs á Arngeirsstöðum og kona Diðriks Ólafssonar var Þuríður húsfreyja, f. 1734, d. 6. ágúst 1803, Þorgilsdóttir bónda í Ey í V-Landeyjum, f. 1696, Jónssonar, og konu Þorgils, Jódísar húsfreyju, f. 1703, d. 25. maí 1788, Jónsdóttur.

Móðir Magnúsar og og kona Ólafs á Arngeirsstöðum var Rannveig húsfreyja á Arngeirsstöðum og Glámu í Fljótshlíð, ekkja í Glámu 1816, f. 1767, d. 30. júlí 1843, Guðmundsdóttir bónda á Ljótarstöðum og Skíðbakka í A-Landeyjum, f. 1725, d. 25. maí 1792, Þorleifssonar bónda í Eyvindarholti og á Seljalandi u. Eyjafjöllum, f. 1696 í Holtum, Rang., á lífi 1762, Arnbjörnssonar, og konu Þorleifs, Unnar húsfreyju frá Geirlandi á Síðu, f. 1694, Bjarnadóttur.
Móðir Rannveigar á Arngeirsstöðum og kona Guðmundar á Ljótarstöðum var Guðríður húsfreyju, f. um 1730, d. 1784, Einarsdóttir bónda á Seljalandi, f. 1696, Hafliðasonar, og konu Einars, Ingibjargar húsfreyju, f. 1694, Einarsdóttur.

Móðurbróðir Magnúsar á Vilborgarstöðum var Þorsteinn Guðmundsson bóndi í Norðurgarði 1801 og á Vesturhúsum 1816, f. 1753, d. 24. september 1823. Dóttir hans var Margrét húsfreyja í Ólafshúsum 1835, f. 1805, d. fyrir 1845.

Magnús var búandi á Vilborgarstöðum 1835, 1845 og 1850. Magnús finnst ekki hjá ekkjunni móður sinni né annarsstaðar fæddur 1801, en á Vesturhúsum er 12 ára tökupiltur (ætti að vera 15 ára) með þessu nafni, fæðingarstaður ekki greindur. Þar býr móðurbróðir Magnúsar, Þorsteinn Guðmundsson á öðru býlinu.

Kona Magnúsar var Guðbjörg Daníelsdóttir húsfreyja á Vilborgarstöðum, f. 28. febrúar 1801, d. 27. desember 1888.
Börn þeirra hér:
1. Bergur Magnússon, f. 1837, hrapaði til bana 23. ágúst 1866.
2. Ólafur Magnússon, f. 15. apríl 1845, d. 4. október 1927.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Landeyingabók – Austur-Landeyjar. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjóri: Ragnar Böðvarsson. Austur-Landeyjahreppur, Gunnarshólma 1999.
  • Manntöl.
  • Íslendingabók.is.