Kristján Þór Kristjánsson (kennari)

From Heimaslóð
Revision as of 10:56, 1 September 2023 by Viglundur (talk | contribs)
(diff) ← Older revision | Latest revision (diff) | Newer revision → (diff)
Jump to navigation Jump to search
Kristján Þór Kristjánsson.

Kristján Þór Kristjánsson tæknifræðingur, framkvæmdastjóri, kennari fæddist 10. desember 1941 í Reykjavík og lést 29. mars 2017 á Landspítalanum.
Foreldrar hans voru Kristján Magnússon frá Dal, málarameistari, f. 24. febrúar 1909, d. 16. nóvember 1979, og kona hans Júlíana Kristín Kristmannsdóttir frá Steinholti, húsfreyja, f. 18. júlí 1910, d. 10. janúar 1990.

Börn Júlíönu Kristínar og Kristjáns:
1. Jónína Kristín Kristjánsdóttir, f. 6. nóvember 1930.
2. Magnea Kristjánsdóttir, f. 20. mars 1932.
3. Kristján Þór Kristjánsson, f. 23. janúar 1936, d. 17. júní 1936.
4. Kristján Þór Kristjánsson, f. 10. desember 1941, d. 29. mars 2017.

Kristján var með foreldrum sínum í æsku, ólst upp í Vesturbæ Reykjavíkur, gekk í Melaskóla, síðar Iðnskóla Reykjavíkur og lauk síðan tæknifræðiprófi frá Odense Teknikum árið 1966.
Hann starfaði sem framkvæmdastjóri í Eyjum, síðan framkvæmdastjóri Þörungavinnslunnar á Reykhólum, og var síðan kennari við Fjölbrautaskóla Suðurlands og við Fjölbrautaskólann við Ármúla frá 1998-2012.
Þau Katrín Bára giftu sig 1963, eignuðust þrjú börn. Þau bjuggu í Odense meðan Kristján var við nám, fluttust til Eyja, byggðu og bjuggu í Grænuhlíð 16 til Goss, byggðu hús við Birkihlíð og bjuggu þar, en skildu.
Þau Ásta giftu sig og eignuðust eitt barn.

I. Fyrri kona Kristjáns Þórs, (1963), er Katrín Bára Bjarnadóttir, f. 15. júlí 1943.
Börn þeirra:
1. Kolbrún Kristjánsdóttir, hjúkrunarfræðingur hjá Hraunbúðum, f. 15. febrúar 1966. Maður hennar Elías Jörundur Friðriksson.
2. Kristján Þór Kristjánsson kerfisfræðingur í Danmörku, f. 20. október 1967. Kona hans Helga Loftsdóttir.
3. Fríða Dröfn Kristjánsdóttir snyrtifræðingur, f. 15. september 1974. Sambúðarmaður hennar Eyþór Víðisson.

II. Síðari kona Kristjáns er Ásta Guðmunda Eydal Ástþórsdóttir húsfreyja, f. 7. mars 1955.
Barn þeirra:
4. Ester Sif Kristjánsdóttir, f. 24. mars 1982.
Sonur Ástu og fóstursonur Kristjáns Þórs:
5. Elvar Freyr Kristinsson, f. 7. október 1974.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.