„Kristín Guðnadóttir (Skálakoti)“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
(Ný síða: '''Kristín Guðnadóttir''' húsfreyja í Skálakoti u. Eyjafjöllum fæddist 1766.<br> Móðir hennar var Guðrún Lafranzdóttir hú...)
 
m (Verndaði „Kristín Guðnadóttir (Skálakoti)“ (‎[edit=sysop] (ótiltekinn)))
(Enginn munur)

Útgáfa síðunnar 20. júní 2014 kl. 16:03

Kristín Guðnadóttir húsfreyja í Skálakoti u. Eyjafjöllum fæddist 1766.
Móðir hennar var Guðrún Lafranzdóttir húsfreyja á Vilborgarstöðum, f. 1746, d. 4. mars 1816 í Skálakoti.
Faðir hennar var talinn vera Hans Klog verslunarstjóri.

Hans Klog kom Kristínu í fóstur til sr. Páls Sigurðssonar í Holti u. Eyjafjöllum. Kristín var húsfreyja í Skálakoti 1792 og enn 1807. Hún lést á arabilinu 1807-1816.
Maður Kristínar var Sighvatur Einarsson bóndi í Skálakoti 1801.
Börn þeirra hér:
1. Einar Sighvatsson, f. 19. júní 1792.
2. Steinunn Sighvatsdóttir, f. 24. janúar 1795.
3. Jórunn Sighvatsdóttir, f. 19. október 1797.
4. Kristín Sighvatsdóttir, f. 9. ágúst 1799.
5. Kristín Sighvatsdóttir, f. 9. októer 1807.

Meðal barna þeirra Kristínar og Sighvats var Einar Sighvatsson bóndi faðir Jóns Einarssonar bónda í Ysta-Skála, síðar í Hlaðbæ, föður Halldóru Jónsdóttur húsfreyju í Hlaðbæ, konu Bjarna Einarssonar bónda og útvegsmanns.
Þau voru foreldrar Björns Bjarnasonar vélstjóra í Bólstaðarhlíð, Sigurðar Bjarnasonar skipstjóra í Svanhól og Ingibjörg Bjarnadóttir húsfreyja í Varmahlíð u. Eyjafjöllum.


Heimildir