Katrín Árnadóttir (læknir)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Katrín Árnadóttir kennari, læknir fæddist 3. júní 1940 að Faxastíg 13.
Foreldrar hennar voru Árni Guðmundsson, (Árni úr Eyjum) frá Háeyri, kennari, ljóðskáld, forseti bæjarstjórnar, f. 6. mars 1913, d. 19. mars 1961, og kona hans Ása Torfadóttir frá Áshól, húsfreyja, f. 1. október 1917, d. 29. janúar 2009.

Katrín Árnadóttir.

Börn Ásu og Árna:
1. Katrín Árnadóttir kennari, læknir, f. 3. júní 1940. Maður hennar Kjell Friberg.
2. Hermann Árnason endurskoðandi, f. 4. september 1942, d. 17. janúar 2022. Kona hans Guðríður Friðfinnsdóttir.
3. Torfi Árnason, f. 27. febrúar 1953 í Reykjavík. Kona hans Ingibjörg Pálsdóttir.

Katrín var með foreldrum sínum í æsku. Faðir hennar varð sjúklingur og dvaldi á Vífilsstöðum. Hún flutti með móður sinni til Reykjavíkur.
Hún lauk landsprófi í Gagnfræðaskólanum við Vonarstræti 1956, lauk kennaraprófi 1964, varð stúdent í K.Í. 1968, fil. kand. í Háskólanum í Lundi í Svíþjóð 1972, varð cand. med. (í læknisfræði) í Lundarháskóla 29. október 1993, fékk alm. lækningaleyfi í Svíþjóð 1997 og á Íslandi 31. desember 1998.
Katrín kenndi í Hlíðaskóla í Rvk 1964-1965, í Kársnesskóla í Kóp. 1965-1967, í Malmö í Svíþjóð 1971-1972. Hún var móðurmálskennari við barnaskóla í Lundi frá 1977.
Hún var aðstoðarlæknir og stundaði sérnám á Malmö Allmänna Sjukhus (háskólasjúkrahúsinu), geðdeild frá júní 1992-janúar 1993, í ágúst 1993 og frá nóvember 1993 til maí 1995. Hún var kandídat á Lasarettet í Helsingborg og á heilsugæslustöð í (Husensjö). Hún var deildarlæknir og stundaði sérfræðinám á barna- og unglingageðdeild Landspítalans frá október 1998 og starfaði þar síðan. Þau Kjell giftu sig 1977, eignuðust tvö börn.

I. Maður Katrínar, (30. september 1977), er Kjell Folke Ingemar Friberg prestur í Malmö, f. 18. apríl 1938. Foreldrar hans Folke Elis Friberg yfirmaður flugöryggis, og kona hans Alfinda Amalia Ingeborg Friberg, fædd Persson, hárgreiðslukona.
Börn þeirra:
1. Arngrímur Friberg, f. 21. desember 1978.
2. Höskuldur Friberg, f. 22. maí 1982.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Katrín.
  • Kennaratal á Íslandi. Ólafur Þ. Kristjánsson og fleiri. Prentsmiðjan Oddi 1958-1988.
  • Læknar á Íslandi. Gunnlaugur Haraldsson. Þjóðsaga 2000.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.