„Jóna Guðrún Ólafsdóttir (Víðivöllum)“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
 
Lína 14: Lína 14:
4. [[Guðfinna Edda Eggertsdóttir|Guðfinna]] húsfreyja og bankastarfsmaður, 14. desember 1955.<br>
4. [[Guðfinna Edda Eggertsdóttir|Guðfinna]] húsfreyja og bankastarfsmaður, 14. desember 1955.<br>
5.  [[Sigurlaug Eggertsdóttir|Sigurlaug]] húsfreyja og leikskólakennari, f. 22. júní 1961. <br>
5.  [[Sigurlaug Eggertsdóttir|Sigurlaug]] húsfreyja og leikskólakennari, f. 22. júní 1961. <br>
6. [[Óskar Eggertsson|Óskar]] vélavörður, f. 11 apríl 1966, d. 16. apríl 2000. <br>
6. [[Óskar Eggertsson (Víðivöllum)|Óskar]] vélavörður, f. 11 apríl 1966, d. 16. apríl 2000. <br>
{{Heimildir|
{{Heimildir|
*Samantekt: [[Víglundur Þór Þorsteinsson]].
*Samantekt: [[Víglundur Þór Þorsteinsson]].

Núverandi breyting frá og með 9. október 2023 kl. 14:58

Jóna Guðrún Ólafsdóttir.

Jóna Guðrún Ólafsdóttir húsfreyja á Víðivöllum, síðar á Sóleyjargötu 12, fæddist 17. nóvember 1927 og lést 12. mars 2010.
Foreldrar hennar voru Ólafur Ingileifsson skipstjóri, f. 9. júní 1891 á Ketilsstöðum í Mýrdal, d. 14. febrúar 1968, og þriðja kona hans Guðfinna Jónsdóttir húsfreyja, f. 6. apríl 1902 í Ólafshúsum, d. 24. febrúar 1994.

Á yngri árum stundaði Jóna Guðrún kvöldnám við Iðnskólann í Vestmannaeyjum og fór síðan til Reykjavíkur og lærði kjólasaum. Þá vann hún einnig sem gangastúlka á Sjúkrahúsi Vestmannaeyja.
Húsfreyjustarfið var þó lengstum hennar aðalstarf en seinni hluta starfsævinnar vann hún í eldhúsi Sjúkrahúss Vestmannaeyja og síðar við ræstingar í Framhaldsskóla Vestmannaeyja. Hún var virkur félagi í Kvenfélagi Landakirkju og Slysavarnarfélaginu Eykyndli.

Maður Jónu, (15. nóvember 1947), var Eggert Gunnarsson skipasmiður á Víðivöllum, síðar á Sóleyjargötu 12, fæddur 4. september 1922, dáinn 4. janúar 1991.

Börn Jónu Guðrúnar og Eggerts:
1. Ólafur stýrimaður, 15. febrúar 1948.
2. Svava húsfreyja, 13. mars 1952, d. 9. júní 2005.
3. Gunnar skipasmíðameistari, f. 11. nóvember 1954.
4. Guðfinna húsfreyja og bankastarfsmaður, 14. desember 1955.
5. Sigurlaug húsfreyja og leikskólakennari, f. 22. júní 1961.
6. Óskar vélavörður, f. 11 apríl 1966, d. 16. apríl 2000.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.