Jón Kristinsson (Mosfelli)

From Heimaslóð
Revision as of 13:34, 30 March 2016 by Viglundur (talk | contribs)
(diff) ← Older revision | Latest revision (diff) | Newer revision → (diff)
Jump to navigation Jump to search
Jón Kristinsson.

Jón Kristinsson vélsmiður fæddist 8. apríl 1926 á Litla Gjábakka og lést 1. mars 2009.
Foreldrar hans voru Kristinn Jónsson sjómaður, síðar póstmaður á Mosfelli, f. 26. maí 1899, d. 13. júní 1969, og kona hans Jóna Guðlaugsdóttir húsfreyja, f. 14. ágúst 1903, d. 20. desember 1985.

Systir Jóns í Eyjum var
Ásta Kristinsdóttir húsfreyja á Selfossi, f. 5. október 1934.

Jón ólst upp með foreldrum sínum til unglingsára. Þeir skildu. Eftir það var hann með föður sínum og Jennýju ömmu sinni á Mosfelli.
Jón tók minna mótorvélstjórapróf í Eyjum 1946 og lauk sveinsprófi í vélvirkjun 1954.
Hann vann í Vélsmiðju Þorsteins Steinssonar 1950-1959, vann um skeið í Hraðfrystistöð Vestmannaeyja og var vélstjóri á ýmsum fiskibátum.
Þá var hann vélvirki í Vélsmiðjunni Þrymi h.f. í Reykjavík 1970-1976, vann við blikk- og mótorsmíði í Breiðfjörðs blikksmiðju 1976-1986.
Hann sat um hríð í trúnaðarráði verkamannafélagsins Dagbrúnar.

I. Barnsmóðir Jóns var Guðbjörg María Helgadóttir frá Bjarnleifshúsi, f. 6. desember 1923, d. 7. júlí 1996. Foreldrar hennar voru Helgi Kristinn Halldórsson og fyrri kona hans Ragnhildur Magnúsdóttir.
Barn þeirra er
1. Guðríður Magnea Jónsdóttir, f. 1. júlí 1948 í Eyjum.

II. Barnsmóðir hans var Ester Anna Aradóttir frá Akurey, síðar á Akranesi, f. 3. mars 1927. Foreldrar hennar voru Ari Markússon og Guðrún Jónsdóttir
Barn þeirra er
2. Ari Kristinn Jónsson, f. 6. mars 1949 í Eyjum, búsettur í Reykjavík. Kona hans er Aðalbjög Ragna Hjartardóttir, f. 27. júní 1951.

III. Kona Jóns, (11. apríl 1954), var Ragnheiður Ellen Þorsteinsdóttir, f. 5. september 1933 í Reykjavík. Foreldrar hennar voru Þorsteinn Halldórsson bifreiðastjóri í Reykjavík, f. 2. desember 1908, d. 3. október 1988, og kona hans Ísbjörg Hallgrímsdóttir húsfreyja, f. 19. október 1908 á Felli í Mýrdal, d. 16. nóvember 1995.
Barn þeirra er
3. Þorsteinn Jónsson, f. 11. ágúst 1960.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Prestþjónustubækur.
  • Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.
  • Vélstjóratal 1911-1972. Óskar Ingimarsson. Vélstjórafélag Íslands 1974.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.