Jóhanna Árnadóttir (Stakkagerði)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Jóhanna Sigríður Árnadóttir fæddist 11. nóvember 1861 og lést 10. júní 1932. Foreldar hennar voru Árni Diðriksson og Ásdís Jónsdóttir.

Jóhanna og Gísli með Árna og Theódóru.

Jóhanna var forstöðukona Kvenfélagsins Líknar.

Eiginmaður Jóhönnu var Gísli Lárusson.
Börn Gísla og Jóhönnu sem komust upp voru: Árni kaupmaður, Georg kaupmaður, Theódóra, flutti til Bandaríkjanna en lést 1920 úr spönsku veikinni, Lárus og Kristín, kona Bjarna Sighvatssonar bankaritara í Reykjavík.

Frekari umfjöllun

 
Jóhanna Árnadóttir.
 
Jóhanna Árnadóttir.

Jóhanna Sigríður Árnadóttir húsfreyja í Stakkagerði fæddist 11. nóvember 1861 og lést 10. júní 1932.
Foreldrar hennar voru Árni Diðriksson bóndi, formaður og hreppstjóri í Stakkagerði, f. 18. júlí 1830, d. 28. júní 1903, og kona hans Ásdís Jónsdóttir húsfreyja, f. 28. janúar 1815, d. 21. nóvember 1892.

Jóhanna var með foreldrum sínum í Stakkagerði 1870, giftist Gísla 1886. Hún var gift húsfreyja í Stakkagerði 1890, 1901, 1910, 1920 og 1930.
Faðir hennar Árni Diðriksson var síðari maður Ásdísar móður hennar, sem þá var á fimmtugs aldri, er þau giftust (1858).
Fyrri maður Ásdísar var Anders Asmundsen norskur skipstjóri.
Hálfsystkini Jóhönnu, börn Ásdísar og Anders, voru:
1. Dorthea María Andersdóttir Bjarnasen, f. um 1837, giftist Gísla Bjarnasen verslunarstjóra og bjó í Kaupmannahöfn.
2. Tómína, f. 21. ágúst 1844, bjó í Chicago.
3. Soffía Elísabet, f. 8. október 1847, d. 10. júní 1936.

Jóhanna Sigríður var 8 ára með foreldrum sínum í Stakkagerði 1870, gift húsfreyja þar 1890, 1901, 1910 og 1920.
Maður Jóhönnu Sigríðar (1886) var Gísli Lárusson gullsmiður, kaupfélagsstjóri og útvegsbóndi í Stakkagerði, f. 16. febrúar 1865, d. 27. september 1935. 
Þrjú börn Jóhönnu og Gísla í Stakkagerði.
Frá vinstri: Georg, Kristín og Árni.


Börn Jóhönnu og Gísla voru:
1. Theodóra Ásdís Gísladóttir húsfreyja Vestanhafs, f. 23. mars 1897, d. 1920.
2. Árni Gíslason bókhaldari 1910, f. 2. mars 1889, d. 8. september 1957.
3. Lárus Kristján Gíslason verslunarmaður, f. 12. nóvember 1892, d. 5. maí 1912.
4. Georg Lárus Gíslason kaupmaður, f. 24. ágúst 1895, d. 27. febrúar 1955.
5. Kristín Gísladóttir húsfreyja, f. 26. október 1897, d. 17. desember 1957.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.