Ingvi Jón Rafnsson

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Ingvi Jón Rafnsson frá Fagurhól við Strandveg 55, matreiðslumeistari, veitingamaður fæddist 11. október 1960 og lést 8. ágúst 2008 á Landspítalanum.
Foreldrar hans voru Rafn Sigurðsson sjómaður, leigubifreiðastjóri, verkamaður, f. 29. mars 1929, d. 27. ágúst 1988, og kona hans Lene Ebbesen, danskrar ættar, húsfreyja, f. 11. maí 1943.

Ingvi Jón Rafnsson.

Ingvi var með foreldrum sínum í Danmörku, flutti með föður sínum til Eyja og bjó með honum og Kristínu ömmu sinni í Fagurhól.
Ingvi lærði matreiðslu hjá Herði Adolfssyni í Skútanum frá 1977 og lauk náminu 1981.
Hann lærði þjónsstörf í Danmörku, en vann á Skútanum á sumrin.
Ingvi vann á Sheraton hótelinu í Kaupmannahöfn, fékk meistararéttindi í matreiðslu.
Hann vann í Valhöll á Þingvöllum 1987.
Ingvi hóf rekstur veitingastaðarins Pasta Basta 1992. Árið 1998 bættist veitingastaðurinn Einar Ben við reksturinn. Hann seldi báða staðina 2001. Síðan rak hann Café Ópera með Svanþóri Þorbjörnssyni í nokkur ár. Ingvi hafði umsjón með matreiðslu í veiðihúsunum í Víðidal í 2 ár og við Laxá í Dölum í 2 ár.
Þau Þóra Helga giftu sig, eignuðust þrjú börn. Þau bjuggu við Framnesveg 20 í Reykjavík.
Ingvi Jón lést 2008.

I. Kona Ingva er Þóra Helga Jónsdóttir húsfreyja, f. 31. maí 1961. Foreldrar hennar voru Jón Eiríks Óskarsson, f. 28. október 1929, d. 9. nóvember 1994, og Sólrún Katrín Helgadóttir, f. 18. apríl 1928, d. 30. september 2012.
Börn þeirra:
1. María Ósk Ingvadóttir, f. 10. september 1988. Sambúðarmaður Ólafur Helgi Ólafsson.
2. Dagur Rafn Ingvason, f. 25. október 1990.
3. Agnes Líf Ingvadóttir, f. 9. júlí 1997.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.