Ingunn Katrín Arnfinnsdóttir

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search
Ingunn Katrín Arnfinnsdóttir.

Ingunn Katrín Arnfinnsdóttir húsfreyja fæddist 25. mars 1888 á Seyðisfirði og lést 17. júlí 1958.
Foreldrar hennar voru Arnfinnur Jónsson, búandi í Vesturheimi við fæðingu hennar, f. 21. júlí 1862, d. 13. júní 1899, og Fídes Pétursdóttir frá Vilborgarstöðum, f. 21. nóvember 1851, d. 6. október 1894.

Ingunn Katrín var með móður sinni á Seyðisfirði, fluttist með henni tveggja ára til Loðmundarfjarðar 1890, kom aftur með henni og fluttist að nýju með henni til Norðfjarðar 1894. Móðir hennar lést á því ári.
Hún var flutt frá Norðfirði til Eyja 1895 og var niðursetningur í Hlíðarhúsi 1901 hjá Gísla Stefánssyni og Soffíu Lisbeth Andersdóttur og vinnukona hjá ekkjunni Soffíu Lisbeth þar 1910, í Ási 1918, en aftur í Hlíðarhúsi 1920.
Hún bjó lengst húsfreyja á Túnsbergi í Skildinganesi í Reykjavík, var búsett á Akureyri við andlát 1958, en jarðsett í Reykjavík.

I. Barnsfaðir Ingunnar Katrínar var Steingrímur Magnússon sjómaður, þá á Löndum, síðar fiskimatsmaður, sonur Rannveigar Brynjólfsdóttur Halldórssonar í Norðurgarði. Hann var fæddur 6. janúar 1891 í Reykjavík, dáinn 30. maí 1980.
1. Barn þeirra var Beta Einarína Steingrímsdóttir, f. 23. nóvember 1918 í Ási, d. 3. mars 1920.

II. Maður Ingunnar Katrínar var Lauritz Alfred Rasmussen ketil- og plötusmiður, verkstjóri, f. 26. október 1888, d. 9. apríl 1943.
Börn þeirra hér:
2. Ágúst Rasmussen garðyrkjufræðingur og garðyrkjubóndi á Sólbakka í Stafholtstungum, f. 17. júní 1923, d. 18. júlí 1971. Kona hans var Ástríður Stella Geirsdóttir húsfreyja frá Vilmundarstöðum í Reykholtsdal, f. 28. desember 1924.
3. Ellen Lísbet Rasmussen, síðar Pálsson, húsfreyja, f. 30. janúar 1926. Maður hennar er Sverrir Pálsson cand. mag. frá Akureyri, skólastjóri, f. 28. júní 1924.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Arnes – síðasti útilegumaðurinn. Kristinn Helgason. Fjölvaútgáfa 1997.
  • Borgfirzkar æviskrár. Margir höfundar. Sögufélag Borgarfjarðar 1969-2007.
  • Garður.is.
  • Íslendingabók.is.
  • Kennaratal á Íslandi. Ólafur Þ. Kristjánsson og fleiri. Prentsmiðjan Oddi 1958-1988.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.