Ingibjörg Pálsdóttir (Ofanleiti)

From Heimaslóð
Revision as of 16:35, 14 September 2023 by Viglundur (talk | contribs) (Verndaði „Ingibjörg Pálsdóttir (Ofanleiti)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
(diff) ← Older revision | Latest revision (diff) | Newer revision → (diff)
Jump to navigation Jump to search

Ingibjörg Pálsdóttir frá Ofanleiti, húsfreyja fæddist þar 22. febrúar 1788 og lést 28. maí 1866.
Foreldrar hennar voru Páll Magnússon frá Berjanesi í Landeyjum, prestur, f. 1743 í Sigluvík þar, d. 24. maí 1789, og kona hans Guðrún Hálfdanardóttir húsfreyja, yfirsetukona, f. 1754, d. 19. nóvember 1824.

Ingibjörg missti föður sinn, er hún var á öðru ári sínu.
Þau Jón giftu sig 1810, eignuðust átta börn. Þau bjuggu í Vatnsfirði, á Stað í Aðalvík, Eyri í Skutulsfirði og Arnarbæli í Ölfusi, að síðustu í dvöl í Hjarðarholti í Dölum.
Jón lést 1859 og Ingibjörg 1866.

I. Maður Ingibjargar, (19. maí 1810), var Jón Matthíasson frá Eyri í Skutulsfirði, prestur, f. 5. maí 1786, d. 11. nóvember 1859. Foreldrar hans voru Matthías Þórðarson stúdent á Eyri, f. 1753, d. 30. janúar 1793, og kona hans Rannveig Guðlaugsdóttir frá Vatnsfirði, f. 1753, d. 9. ágúst 1831.
Börn þeirra:
1. Páll Jónsson prestur í Arnarbæli.
2. Matthías Jónsson verslunarstjóri í Rvk.
3. Guðlaugur Jónsson í Öxney.
4. Árni Jónsson verslunarmaður í Hafnarfirði.
5. Guðmundur Jónsson, d. 19 ára.
6. Guðrún Jónsdóttir, síðari kona Jóns Jónssonar á Elliðavatni.
7. Kristján Jónsson að Hlíð á Álftanesi.
8. Jens Ólafur lærði Jónsson, söðlasmiður.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Íslenzkar æviskrár. Páll Eggert Ólason og fleiri. Hið íslenzka bókmenntafélag 1948-1956.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.